Lögregla handtók í nótt ökumann, grunaðað um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum var sleppt lokinni sýnatöku. Farþegi í bílnum var aftur á móti handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna, vegna vopnalaga og vegna brot á lyfjalögum. Hann var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Tveir sitja inni vegna gruns um líkamsárás í Hafnarfirði og einn var settur í hald grunaður um líkamsárás í Reykjavík. Beðið er eftir að geta tekið af honum skýrslu.
Eitthvað um slys á fólki að sögn lögreglu auk þess tilkynnt var um hávaða og kallað eftir aðstoð vegna ölvunar, eins og fram kemur í dagbók lögreglu.
Alls voru níu ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum og þrjú umferðaróhöpp voru skráð en alls voru 68 mál skráð síðastliðna nótt.