fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Birta og Kári vilja vekja Heimdall af dvalanum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 14:30

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birta Karen og Kári Freyr bjóða sig fram ásamt hópi af ungu fólki til stjórnarsetu í Heimdalli. Heimdallur er félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og er þar með eitt stærsta aðildarfélag innan Sambands ungra sjálfstæðismanna. Birta er í baráttu við við Gunnar Smára Þorsteinsson um formannssætið en um er að ræða fyrstu baráttuna um forystu Heimdalls í 5 ár.

Sjá einnig: Gunnar Smári gefur kost á sér til formennsku

Birta Karen er nemi í grunnnámi við hagfræði í Háskóla Íslands og stefnir á útskrift úr því námi núna í vor. „Birta hefur ekki setið auðum höndum síðustu ár og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og þekkir því starfið vel,“ segir í tilkynningu frá framboði hennar.

Hún situr í stjórn og framkvæmdarstjórn SUS sem útgáfustýra og stjórnaði meðal annars umræðum í málefnahópum og var fundarritari á 46. sambandsþingi SUS er fór fram í haust. Birta var formaður Ökonomíu félags hagfræðinema innan HÍ árin 2019-2020 sem og sat í ritstjórn Stúdentablaðsins sama ár. Núna er hún starfandi forseti Vöku hagsmunafélags stúdenta innan HÍ.

Birta starfaði í fyrirtækjamiðstöð Íslandsbanka sumarið 2021 og hefur verið aðstoðarkennari í hagfræðideild í námskeiðum eins og Fjármálahagfræði 2 og Efnahagsmál í ræðu og riti.

„Það má segja að að hún hefur ekki setið auðum höndum síðustu ár og hefur tekið virkan þátt í því að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn þegar þörf hefur verið á.“

Kári Freyr er nemi í Verslunarskóla Íslands og stefnir einnig á útskrift þaðan í vor. Hann er starfandi formaður NFVÍ sem er með stærstu nemendafélögum menntaskólanema á Íslandi. Áður en hann tók við þessu embætti þá sat hann meðal annars í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu. Í dag situr hann einnig í stjórn Skrekks og í stjórn SUS og tekur virkan þátt innan þess félags. Kári hefur gegnt störfum eins og að vera jafningafræðari hjá hinu húsinu og sem leiðbeinandi á frístundaheimili.

„Síðustu 4 ár hefur Heimdallur verið í einskonar dvala“

Í tilkynningunni er rætt um það hvað Heimdallur hefur verið lítið áberandi í umræðunni að undanförnu. „Síðustu 4 ár hefur Heimdallur verið í einskonar dvala og hefur ekki mikið heyrst í þeim. Hérna á árum áður voru þetta skæruliðar innan flokksins og forysta flokksins var alltaf með þau í eyrunum,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Birta og Kári vilji efla starfið innan Heimdalls til muna. Þau segja að það sé „einstaklega mikilvægt núna“ þar sem sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti og um 30 frambjóðendur búnir að gefa kost á sér í prófkjör flokksins er fer fram 18. og 19. mars.

Í grein sem Birta skrifaði sem bar heitið „Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum“ er birtist á Vísi þann 21. febrúar síðastliðinn fer hún yfir stöðuna innan flokksins og hvað hún og fylgdarmenn vilja leggja áherslu á. Þau vilja minna flokkinn á mikilvæg frelsismál og beita þeim aðhaldi.

„Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi,“ segir meðal annars í greininni.

Listi Birtu Karenar er eftirfarandi:

  • Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík
  • Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
  • Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund
  • Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
  • Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
  • Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands

Til viðbótar bjóða sex einstaklingar sig fram í varastjórn

  • Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
  • Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Hilmir Örn Ólafsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
  • Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík
  • Sævar Már Gestsson, 18 ára og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“