Rætt var við Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, í fréttum RÚV í gærkvöldi.
„Forseti Rússlands hefur oft lýst því yfir að ekki verði ráðist inn í Úkraínu. Í morgun lásum við að það væri byrjað stríð þar. Hvað breyttist?“ spurði fréttamaður RÚV sendiherran sem sagði þá að ekki væri um innrás að ræða.
„Þetta er alls ekki innrás á yfirráðasvæði Úkraínu. Þið vitið hvaða atburðir leiddu til þessarar ákvörðunar Pútíns forseta. Hann vísaði til sérstakra aðstæðna rússneskra borgara þann 22. febrúar. Þar sagði hann frá áætlunum vegna aðstæðna í Úkraínu og fjallaði ítarlega um hvað gerst hefði í Úkraínu síðastliðin átta ár.“
Þessi orð sendiherrans hafa fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum Íslendingum en í athugasemdakerfum við fréttir fjölmiðla um Noskov má sjá ákall um að honum sé vísað úr landi.
DV þykir því kjörið að efna til könnunar þess efnis sem hægt er að svara hér fyrir neðan: