Rúmur sólarhringur er liðinn síðan átökin í Úkraínu hófust og eru Rússar nú byrjaðir að herja á höfuðborg landsins, Kyiv.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa ráðlagt íbúum Kyiv að halda sig heima og útbúa Molotov-kokteila til að takast á við rússneska hermenn sem þramma nú inn í höfuðborgina. Frá þessu er greint á ýmsum miðlum, meðal annars á sjálfstæða fjölmiðlinum Kyiv Independent.
Þá kemur fram að Rússar séu komnir í Obolon-hverfið í Kyiv og að úkraínski herinn sé að berjast við þá þar. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu bað íbúa um að halda sig heima og útbúa kokteilana en átökin eru um það bil 10 kílómetrum frá miðbæ Kyiv.