fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Myndband af hugrakkri úkraínskri konu fer sigurför um Internetið – „Hvað í fjandanum ertu að gera í landinu okkar?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 08:25

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af úkraínskri konu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og víðar á Internetinu síðustu klukkustundir. Óhætt er að segja að konan sé hugrökk og kalli ekki allt ömmu sína. Hún sést ganga að rússneskum hermönnum og hella sér yfir þá.

Á myndbandinu, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, sést konan ganga að rússneskum hermönnum og krefja þá svara um hvað þeir séu að gera í landinu hennar. Þetta átti sér stað í borginni Henichesk.

„Hvað í fjandanum ertu að gera í landinu okkar?“

„Þú ættir að setja sólblómafræ í vasana þína svo þau vaxi á úkraínskri jörð eftir að þú deyrð.“

Þetta sagði konan við hermennina og hafa netnotendur hyllt hana og margir hafa sagt að þessu hefðu þeir ekki þorað.

„Svo hugrökk kona að þora að standa upp í hárinu á ofbeldismönnum.“

„Algjörlega frábært. Ef allir í Úkraínu eru svona kaldir munu Rússar ekki sigra.“

Var meðal þess sem netnotendur hafa sagt um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings