fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Joe Biden: „Pútín er árásarmaðurinn…nú þarf hann og land hans að glíma við afleiðingarnar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 19:05

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússneski herinn hefur hafið ógnvænlega árás á fólkið í Úkraínu,“ voru upphafsorð Joe Biden bandaríkjaforseta á blaðamannafundi sem hófst klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Blaðamannafundurinn er haldinn vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Biden segir Rússa hafa ráðist inn í Úkraínu án rökstuðnings og að árásin sé ónauðsynleg. „Þetta er þaulskipulögð aðgerð,“ segir hann. „Vladimir Putín hefur verið að skipuleggja þetta mánuðum saman.“

Þá nefnir hann það sem Rússland hefur verið að gera undanfarið til að undirbúa árásina. „Við höfum varað við þessu í vikur og nú er þetta að raungerast að miklu leyti eins og við bjuggumst við.“

Ljóst er að Biden fordæmir árásina en hann sendir Pútín og Rússlandi skýr skilaboð á blaðamannafundinum. „Pútín er árásarmaðurinn. Pútín valdi þetta stríð og nú þarf hann og land hans að glíma við afleiðingarnar,“ segir hann og fer svo yfir nýjar efnahagsaðgerðir sem Bandaríkin ætla að setja á Rússland.

„Ég vil vera skýr. Bandaríkin eru ekki ein í þessu,“ segir forsetinn svo og fer yfir öll löndin sem taka þátt í efnahagsaðgerðunum með Bandaríkjunum en skerða á getu Rússa til að eiga í viðskiptum með dollara, evrur, pund og jen.

Þá segir Biden að bandaríski herinn sé ekki að fara til Evrópu til þess að berjast í Úkraínu. Hann segir þó að bandaríski herinn mun að sjálfsögðu taka þátt í að vernda aðildarríki NATO ef Rússland ógnar þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi