fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Eva Sjöfn um aðgerðir gegn sjálfsvígum: „Vonbrigði var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá svarið”

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 18:31

Eva Sjöfn Helgadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Sjöfn Helgadóttir, varaþingkona Pírata, fékk í vikunni svar frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn sinni á Alþingi um aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum.  

Í fyrirspurn sinni vísaði Eva Sjöfn til aðgerðaáætlunar sem lögð var fram árið 2018 samkvæmt niðurstöðum starfshóps um sjálfsvígsforvarnir. 

Í svari ráðherra segir meðal annars: „Frá árinu 2018 hefur verkefnastjóri verið starfandi hjá embætti landlæknis til þess að fylgja eftir aðgerðum áætlunarinnar. Aðgerðaáætlunin samanstendur af sex undirmarkmiðum og 54 aðgerðum. Ábyrgð á framkvæmd aðgerða er dreifð á fjölda ráðuneyta, stofnana og samtaka þar sem sjálfsvígsforvarnir eru í eðli sínu flóknar og flestar krefjast þverfaglegrar samvinnu og aðkomu margra.“ 

Píeta vs. embætti landlæknis

Ein af spurningunum í fyrirspurn Evu Sjafnar sneri að því hvaða fjármunum hafi verið varið til aðgerðaáætlunarinnar, og að svar óskist sundurliðað eftir undirmarkmiðum og árum. Svar heilbrigðisráðherra er svohljóðandi: 

„Árið 2018 var aðgerðaáætlunin samþykkt og embætti landlæknis veittar 25 millj. kr. til að fylgja áætluninni eftir, 5 millj. kr. árið 2020 og 12. millj. kr. árið 2021. Einnig hefur heilbrigðisráðherra styrkt sjálfsvígsforvarnir og stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu með styrkjum til Píeta-samtakanna að upphæð 13 millj. kr. árið 2020 og 25 millj. kr. árið 2021.“ 

Þarna vekur athygli að framlag til félagasamtakanna Píeta er hærra, bæði fyrir árið 2020 og 2021, en til embættis landlæknis. DV spurði Evu Sjöfn út í þetta. 

„Það er frábært að verið sé að styrkja Píeta samtökin sem eru að mæta mjög mikilvægri þörf sem að stjórnvöld eru ekki að sinna sem skyldi. Það að stjórnvöld setji tvöfalt meira fjármagn í að styrkja frjáls félagasamtök en þau leggja fram til eigin framkvæmda sýnir að stjórnvöld eru ekki að sinna sínu hlutverki til fulls,“ segir hún. 

5 aðgerðir af 54 komnar til framkvæmda

Eva Sjöfn vakti athygli á svörum heilbrigðisráðherra í aðsendri grein á Visir.is í fyrradag sem ber heitið: Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum.” 

Þar segir hún meðal annars: Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið,” og bendir á að með þessu áframhaldi klárist framkvæmdin eftir tæp 40 ár. „Vonbrigði var það fyrsta sem að hugsaði þegar ég sá svarið,” segir hún. 

Þá setur hún það í samhengi að embætti landlæknis hafi árið 2021 fengið 12 milljónir króna vegna aðgerða gegn sjálfsvígum á sama tíma og milljörðum hafi verið varið í aðgerðum gegn heimsfaraldrinum. Árið þar á undan, 2020, hafi minnst 47 einstaklingar hér á landi fallið fyrir eigin hendi, þar af þrjú börn. 

Hér má sjá skýrslu um niðurstöður starfshóps um aðgerðaáætlunina gegn sjálfsvígum frá 2018. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“