fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Skelfilegt mistök breyttu Bruce í Brendu – Telpan sem hataði heiminn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 25. febrúar 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Brenda“ Reimer.

Árið 1965 fóru þau Ron og Janet Reimer, ungt kanadískt par og nýbakaðir foreldrar, með 7 mánaða tvíburasyni sína, Bruce og Brian, á sjúkrahús. Þar átti að fara fram einfaldur umskurður þar sem of þröng forhúð drengjanna gerði þeim erfitt fyrir með þvaglát. Bruce var fyrst settur á borðið og tók læknirinn upp rafmagnshníf og hófst handa. Skelfileg mistök við urðu hins vegar til þess að læknirinn brenndi af typpi litla drengsins.  Síðar kom í ljós að umskurðurinn hafði ekki verið nauðsynlegur þar sem vandamálið leystist af sjálfu sér hjá Brian örfáum vikum síðar.

Bruce verður Brenda

Dr. John Money. Mynd: Diana Walker/The LIFE Images Collection.

Ron og Janet voru eðlilega miður sín og læknar áttu engin svör, skaðinn var of mikill og vonlítið að reyna að búa til nýjan lim. Það var ekki fyrr en að þau sáu viðtal við dr. John Money í sjónvarpi að skriður komst á málið. Dr. Money var á þessum árum talinn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í ódæmigerður kyneinkennum, almennt nefnt intersex. Janet hafði samband við Money sem bauð þeim að koma umsvifalaust með drenginn til sín á Hopskins sjúkrahúsið í Maryland í Bandaríkjunum.

Money var mjög ákveðinn talsmaður þeirra kenningar að börn fæddust sem óskrifað blað en lærðu kynvitund og kyntjáningu af umhverfi sínu. Aftur á móti hæfist slík mótun ekki fyrr en eftir 2 ára aldur. Þar sem Bruce var innan við eins árs gamall kastaði dr.  Money fram þeirri hugmynd að framkvæmd yrði kynskiptiaðgerð á litla barninu og hann alinn upp sem stúlka. ,,Hún“ myndi vissulega þurfa á viðamikilli skurðaðgerð að halda, hormónagjöf í áraraðir og aldrei eignast börn en það væri mun betri kostur fyrir andlega heilsu barnsins en að fara í gegnum lífið sem drengur með skelfilegar skemmdir á kynfærum.

Ron og Janet voru eyðilögð en sáu engan kost annan í stöðunni en að fara að tilmælum dr. Money. Bruce varð nú Brenda, var klæddur í kjóla, hár hans látið vaxa og hann settur í aðgerð. Brenda Reimer var fullmótuð eða svo fullyrti dr. Money.

Vildi pissa standandi

Brian og Brenda á barnsaldri. Mynd: Facebook.

Tilfellli Bruce/Brenda var einstakt og talið til þess fallið að geta svara mörgum þeirra spurningum sem brunnu á vísindamönnum um tengsl erfða og umhverfis á kynvitund. Þegar Bruce/Brenda var 9 ára skrifaði Money bók um tilfellið þar sem hann sagði Bruce/Brendu (John/Joan til að gæta nafnleyndar) vera fullkomlega eðlilega litla stúlku sem vildi ganga í kjólum og væri hún bæði snyrtilegri og með ,,kvenlegra“ skaplyndi en Brian bróðir hennar.

Búið væri að sanna í eitt skipti fyrir öll kenninguna um að kynvitund væri lærð en ekki meðfædd. Þegar tvíburarnir voru 12 gerðu þeir uppreisn gegn sjúkrahúsheimsóknunum og sá dr. Money Bruce/Brendu aldrei framar.

En frásögn Money var langt frá því að vera rétt.  ,,Brenda“ neitaði að ganga í í kjólum,  ólíkt því sem læknirinn fullyrti, og var útskúfað af skólasystkinum fyrir að pissa standandi á kvennaklósettinu. Hún var döpur og einmana, full vanlíðunar og hatri yfir sjálfri sé og heiminum öllum.Þegar kom á

Davíd fann ástina og kvæntist. Mynd: Facebook.

tángingsaldurinn hafði vanlíðan Bruce/Brendu leitt til sjálfsvígstilraunr og taldi Janet það eina rétta í stöðunni að segja barni sínu sannleikann ellegar missa það í dauðann. Bruce sagði síðar að á því andartaki sem foreldrar hans hefðu sagt þeim bræðrum alla söguna hefði hann loksins fengið botn í áralanga vanlíðan. Hann var ekki furðufugl, ekki klikkaður eins og allir sögðu. Hann var strákur.

Brotin fjölskylda

Bruce/Brenda tók sér nafnið David og hóf að reyna að fóta sig í  nýju lífi. En umbreytingin var erfið. Skólafélagarnir skyldu hann ekki og David upplifði sig sem furðuverk sem hvergi ætti sér samastað í samfélaginu. Hann hætti í skóla, fékk heimakennslu og fór sjaldan út fyriri hússins dyr. Áralangur feluleikur hafði svo að segja eyðilagt fjölskylduna þegar þarna var komið, leyndarmálið hafði hrakið Ron út í áfengismisnotkun og Janet þjáðist af þunglyndi. Brian hafði aldrei liðið vel á heimilinu, hann vissi alltaf að eitthvað væri að þótt hann vissi ekki hvað það væri, og leyddist hann út í eiturlyfjaneyslu og smáglæpi.

David hóf langt og strangt ferðalag til umbreytingar í karlmann með tilheyrandi hormónagjöfum og skurðaðgerðum. En vegferðin tók mjög á andlega heilsu David sem var undirlagður af þunglyndi og fannst hann hvergi eiga heima í samfélaginu. Þegar hann var þrítugur varð hann þó ástfangin,  kvæntist konu að jafni Jane Anne og gekk börnum hennar þremur í föðurstað. David vann hina ýmsu verkamannavinnu og hefði saga hans verið glötuð að eilífu ef læknir að nafni Milton Diamond hefði ákveðið að leita ,,Brendu“ uppi, staðráðinn í að afsanna kenningu Money um kynvitund sem óskrifað blað.

David Reimer. Mynd: Facebook.

Eftir samtöl við David skrifaði Diamond grein sem birtist í læknatímariti og vakti gríðarlega athygli. Þar hafnaði hann alfarið kenningu Money og vísaði þar ekki síst til sögu David, áður Brendu, Reimer. Kenningar Money höfðu verið ríkjandi fram að þessu en fór nú að bera á auknum efasemdum innan vísindasamfélagsins.

Látnir horfa á nakið fólk

Blaðamaður að nafni Colapinto rakst á greinina, rak forvitni á að vita meira og kom sér í samband við David sem allt vildi gera til að harmsaga hans endurtæki sig ekki. David fór fram á að fá öll gögn um sig afhent sem þeir Colapinto fóru yfir saman. Blaðamaðurinn var fullur hryllings þegar hann horfði á upptökur af grátandi, reiðri og hræddri telpu sem ítrekað reyndi að hljóma og hreyfa sig á ,,stelpulegri“ hátt fyrir framan þann sem stóð fyrir aftan myndavélina, dr. Money. Honum brá jafnvel enn meira við að finna upptökur þar sem tvíburunum höfðu verið sýndar nektarmyndir, margar klámfengnar, af fullorðnu fólki til þess að láta þá herma eftir og festa þar með í þeim ,,rétta“ kynvitund. Aðspurðir sögðu þeir aldrei hafa sagt foreldrum sínum þar sem þeir gerðu einfaldlega ráð fyrir að þeir vissu af því.

David Reimer lést fyrir eigin hendi, aðeins 38 ára gamall. Mynd: Facebook.

David Reimer steig opinberlega fram með sögu sína. Hann sagðist aldrei hafa ásakað foreldra sína, þau hafi verið ung og ómenntuð og gert það sem þau töldu rétt. Reiði hans beindist aftur á móti að Money sem hann sagði hafa vitað frá upphafi að hversu skelfilega illa hefði til tekist en samt kosið að halda áfram með ,,verkefnið“.

Draugar fortíðar

Læknar voru slegnir og fordæmdi læknasamfélagið gjörðir dr. Money sem hefði horft framhjá sterkum vísbendingum um að tilraunin væri algjörlega mislukkuð og þess í stað eyðilagt líf heillar fjölskyldu. Læknar gerðu sér ljóst að lítið sem ekkert var vitað um tengsl náttúru, erfða og umhverfis og voru rannsóknir stórauknar og standa yfir enn þann dag í dag.  Draugar fortíðar héldu aftur á móti áfram að ásækja David sem þjáðist af þunglyndi og áfallstreituröskun.

David Reimer framdi sjálfsvíg árið 2004, 38 ára gamall, tveimur árum eftir lát bróður síns af völdum ofskammts eiturlyfja.

Money lét af störfum hjá John Hopsins sjúkrahúsinu í kjölfar gagnrýninnar en hélt áfram að starfa sjálfstætt til dauðadags árið 2006. Hann varð 84 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“