Öllum takmörkunum vegna Covid-19 verður aflétt á miðnætti næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem lauk eftir hádegi í dag.
Lesa meira: Öllum takmörkunum aflétt
Eins og við var að búast flýttu margir Íslendingar sér beinustu leið á samfélagsmiðilinn Twitter til þess að segja hvað þeim finnst um afléttingarnar eða til að gera eitthvað grín í tilefni þeirra.
Ljóst er að skiptar skoðanir eru á afléttingunum, fjölmargir eru himinlifandi með þær og þá kannski sérstaklega vegna þess að nú getur fólk loksins djammað eins og árið 2019. Aðrir eru þó uggandi yfir afléttingunum og hugsa um viðkvæmu hópana sem gætu komið illa út vegna þeirra.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar á Twitter hafa að segja um afléttingarnar:
Jæja þá er þessi helvítis ógeðs prump kúk piss gubbs fokking djöfulsins sars-cov-2
veira búin— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 23, 2022
Je suis belja að vori
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) February 23, 2022
Passa sig í kringum viðkvæma? Hvað ætlar hann að gera? Taka *extra* stóran sveig þegar hann sér fólk í hjólastól?
— Alexandra Dauðyfli 🇵🇸 (@nornagaldur) February 23, 2022
Að aflétta öllu mun drepa fólk.
Sem betur fer verður það bara fólkið sem ríkisstjórnarflokkur nokkur hefur þegar sagt að þyrfti að fækka.— Hans Jónsson 🏳️⚧️🏳️🌈🏴☠️ (@xP_HansJonsson) February 23, 2022
DJAMMAGEDDON!
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) February 23, 2022
Mig langar að djamma eins ég sé 23ja ára í Reykjavík um helgina
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) February 23, 2022
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) February 23, 2022
Jæja. Það er óskandi að þessi ákvörðun leiði ekki til stóraukins fjölda í samfélaginu sem glímir við langvinn veikindi eða jafnvel örorku og viðkvæmir hópar komist vel út úr þessu
— Henrý (@henrythor) February 23, 2022
Landspítali: þetta er mikið álag, við gætum verið að detta á neyðarstig
Willum heilb.ráðh.: blússandi stemmari, ætla að aflétta öllu í síðasta lagi á fössara
???
— Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir (@ur_holmfri) February 22, 2022
eitthvað segir mér … og … bear with me hérna… að þessi helgi… verði Absolutely Fucked Up
— kalli🍒 (@kirsuberjabaka) February 23, 2022
Það þarf einhver að taka upp heimildarmynd um djammið næstu helgi. Þetta verður eitthvað LA riots dæmi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 23, 2022
One night stand verða aftur lögleg á Íslandi á miðnætti á föstudaginn þegar ótengdir aðilar þurfa ekki lengur að halda meters fjarlægð frá hvort öðru 😍
— Natan 🇪🇺🏳️🌈 (@NatanKol) February 23, 2022
Ég er hræddur við þessa helgi.
Jónas Hallgríms á eftir að rísa upp frá dauðum og Margrét Danadrottning á eftir að vera ælandi á klósettinu á Prikinu og Geir Haarde að splæsa í flöskuborð á B5— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 23, 2022
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 23, 2022
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG TIL HAMINGJU MENNTSKÆLINGAR MEÐ BÖLL OG DJAMM
— RASLEY🪱 (@_rasley) February 23, 2022
Rauð viðvörun OG djamm til 5? Þetta verður eitthvað svona sirka: pic.twitter.com/8HfwSctkUd
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) February 23, 2022
Allur mannaflinn sem hefur starfað við greiningar og smitrakningu verður færður af COVID göngudeild yfir á Húð&Kyn frá og með föstudegi #afléttingin
— Þórarinn Hjálmarsson CM!OB (@thorarinnh) February 23, 2022
Ég er frekar mikið lasin og stressuð yfir þessu covid dóti.
Er búin að vera í tvö ár stressuð yfir þessu því ég er með gölluð lungu og núna er ég komin með þetta og finnst eg vera að fá lungnabólgu.. baaaa— Laufey Ebba (@Laufeyebba) February 23, 2022
Djöfull sem að bærinn er að fara að vera sveittur um helgina
— Birna Dís (@birnaadis) February 23, 2022
Það að öllu sé aflétt þýðir ekki að heimsfaraldrinum sé lokið heldur er bara búið að ákveða að hætta að spá í þessu, leyfa allri þjóðinni að smitast og sætta sig við fórnarkostnaðinn sem er líf og heilsa fólks 😥💔
— Arna (@arna_kh) February 23, 2022
Fyrir utan að full aflétting er tbh heimskuleg þá er full aflétting á föstudegi gjörsamlega galið dæmi.
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) February 23, 2022
Ég er ekki viss hvort ég þori að djamma um helgina, gleymi því stundum að ég sé kvenkyns og það sé byrlunarfaraldur, skotárásir í miðbænum nálægt djamminu, nauðganir hverja helgi og ógeðslega kalt
— Kara Kristel (@karafknkristel) February 23, 2022