fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Nýjar reglur – Þarft ekki einangrun þó þú greinist með COVID

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum, þá var hámarki PCR-greiningargetu vegna COVID-19 náð fyrir nokkru síðan. Þetta hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu úr PCR-greiningum er orðin allt að 2-3 sólarhringar sem er óásættanlegt.

Til að bregðast við þessu þá hefur verið ákveðið að nú verður ekki lengur í boði fyrir almenning með einkenni sem benda til smits af völdum COVID-19 að panta í PCR sýnatöku heldur verða hraðgreiningapróf einungis í boði.

Fólk getur pantað tíma í hraðgreiningapróf hjá heilsugæslunni í gegnum Heilsuveru. Einnig verður hægt að panta próf hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á hraðgreiningapróf. Prófið er einstaklingum að kostnaðarlausu.

Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á COVID-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi.

Þeir sem greinast jákvæðir á sjálfprófum/heimaprófum geta fengið greininguna staðfesta með hraðgreiningaprófi hjá heilsugæslunni eða einkafyrirtækjum en greining hjá þessum aðilum er forsenda fyrir því að hún verði skráð í sjúkraskrá viðkomandi og forsenda fyrir opinberum vottorðum um smit af völdum COVID-19.

Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma skv. mati læknis. Einnig verður PCR-próf áfram í boði fyrir þá sem þurfa á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt