fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Segja að verið sé að hrekja venjulegt fólk úr stjórnum lífeyrissjóða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 09:00

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur að undanförnu hert hæfisskilyrði sem fólk þarf að uppfylla til að geta átt sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Forsvarsmenn stéttarfélagsins Framsýnar gagnrýna eftirlitið fyrir þetta og segja að með þessu sé almennum sjóðfélögum gert erfitt fyrir með að taka þátt í stjórnun lífeyrissjóða og með þessu sé venjulegt fólk útilokað frá því að sitja í stjórnum þeirra.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Aðalsteini Á. Baldurssyni, formanni Framsýnar, að hann sjái ekki betur en verið sé að hrekja venjulegt fólk úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Morgunblaðið segir að á vefsíðu Framsýnar komi fram mjög erfitt sé að fá sjóðfélaga í stéttarfélögunum til að taka þátt í stjórnunarstörfum Lífeyrissjóðsins Stapa þar sem Fjármálaeftirlitið virðist sífellt vera að herða hæfnikröfur til stjórnarmanna. Segir að miðað við þróun síðustu ára virðist eingöngu vera horft til háskólamenntunar þegar Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort stjórnarmenn skuli gangast undir munnlegt hæfnismat.

Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skulu stjórnarmenn „búa yfir nægri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt,“ en ekki er tiltekið að þeir þurfi að hafa lokið háskólaprófi.

Morgunblaðið hefur eftir Aðalsteini að kallað hafi verið eftir að sjóðfélagar fjalli sjálfir um mál sín í stjórnum lífeyrissjóða og þurfi ekki að hafa prófgráður í fjármálastjórnun til þess, almenn og víðtæk þekking á starfsemi sjóðanna eigi að duga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris