fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan beið í felum á meðan brotaþoli þurfti að mæta þjófnum sem stal haglabyssu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 07:04

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra urðu hjón í Kópavogi fyrir því að brotist var inn í bílskúr þeirra. Þaðan var stolið rafmagnshjóli, sem kostaði hálfa milljón, rafmagnsverkfærum og haglabyssu auk fleiri hluta. Í tengslum við málið tóku hjónin þátt í lögregluaðgerð þar sem lögreglumenn biðu í felum á meðan maðurinn hitti manninn sem hafði stolið haglabyssunni og hinum mununum. Hjónin telja vinnubrögð lögreglunnar í málinu mjög óvenjuleg.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir konunni að lögreglan hafi komið á vettvang og ljósmyndað hann eftir að tilkynnt var um innbrotið. Á upptökum úr eftirlitsmyndavél í nágrenni við húsið sást að þjófurinn hafði meðal annars haglabyssu á brott með sér en hjónin höfðu ekki áttað sig á því fyrr en það sást á upptökunni.

Sex vikum eftir innbrotið hafði kona samband við hana og benti henni á að hjólið hennar væri nú auglýst til sölu á Facebook en það var auðþekkjanlegt vegna sérsmíðaðra festinga á því.

Konan ræddi við lögregluna og sagði að þau hjónin myndu fara og sækja hjólið ef lögreglan kæmi með og féllst hún á það. „Sem þeir samþykktu, af því að þá höfðu þeir tækifæri til að gera húsleit hjá þessum manni til að leita að byssunni,“ er haft eftir henni.

Lögreglumenn biðu svo í hvarfi á meðan eiginmaður hennar fór og fékk að prófa hjólið. Lögreglan lét síðan til skara skríða og handtók þjófinn og gerði húsleit hjá honum. Haglabyssan fannst ekki við þá leit.

Haft er eftir konunni að þau hjónin hafi óttast um öryggi sitt á meðan á þessu stóð en þetta hafi verið eina leiðin til að fá lögregluna til að taka þátt í að endurheimta þýfið.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“

Segir Þorgerði hafa skilið Kristrúnu og Ingu Sæland eftir „eins og hornkerlingar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga

Zelenskyy segir að mikill fjöldi rússneskra og norðurkóreskra hermanna hafi fallið síðustu daga
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
Fréttir
Í gær

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn