fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Gunnar Smári gefur kost á sér til formennsku

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiður hópur ungs fólks, undir forystu Gunnars Smára Þorsteinssonar, gefur kost á sér til stjórnarsetu í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Aðalfundur félagsins fer fram í vikunni eða dagana 23. – 25. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framboði Gunnars Smára.

Gunnar Smári, sem gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, er 26 ára gamall og er á lokaári í meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands. Árin 2016 – 2020 starfaði Gunnar Smári hjá Borgun, meðal annars sem sérfræðingur í rekstrarlausnum á færsluhirðingarsviði. Þá hefur hann undanfarin tvö ár starfað sem laganemi á Rétti – Aðalsteinsson & partners. Gunnar Smári var aðstoðarmaður dósents við Lagadeild HÍ og hefur verið aðstoðarkennari við deildina. Sumarið 2020 vann Gunnar Smári að rannsóknarverkefni um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga, en verkefnið var styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna.

Gunnar Smári hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár. Hann situr í framkvæmdastjórn SUS og er alþjóðafulltrúi sambandsins. Hann sat í stjórn Heimdallar 2018-2020, stjórn Vöku fls. 2018-2019 og stjórn Orators, félags laganema í HÍ 2019-2020, sem ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema. Þá var hann framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators 2020-2021.

„Heimdallur hefur í áranna rás gegnt mikilvægu aðhaldshlutverki í Sjálfstæðisflokknum og hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú að halda kjörnum fulltrúum við efnið. Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og er mikilvægt að ungt fólk láti af sér kveða í þeirri baráttu sem framundan er,“ segir Gunnar Smári.

„Ásamt mér skipa 17 manns framboðslistann og eru frambjóðendurnir á aldrinum 17-30 ára. Listinn spannar því vel aldursbil Heimdellinga sem eru á aldrinum 15-35 ára. Á framboðslistanum eru menntaskóla- og háskólanemar, fólk úr atvinnulífinu – bæði einkageiranum og hinu opinbera – og ungir foreldrar. Heimdallur er félagsskapur ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og framboðslistinn er því góður þverskurður þess hóps.“

Eftirfarandi aðilar skipa framboðslistann ásamt Gunnari Smára:

Brynja Kristín Magnúsdóttir, 26 ára, lögfræðingur.

Arent Orri Jónsson, 19 ára, laganemi við Háskóla Íslands.

Halldís Hrund Guðmundsdóttir, 29 ára, fyrirtækjaeigandi.

Alfreð Ari Chiarolanzio, 30 ára, tæknimaður.

Silja Ísberg, 29 ára, sérfræðingur hjá ársreikningaskrá.

Guðmundur Skarphéðinsson, 22 ára, laganemi við Háskóla Íslands og formaður Orators, félags laganema í HÍ.

Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, 20 ára, stúdent úr Verslunarskóla Íslands og vaktstjóri í Hreyfingu.

Logi Stefánsson, 20 ára, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands.

Sædís Jónsdóttir, 26 ára, verkfræðinemi.

Daníel Hjörvar Guðmundsson, 23 ára, laganemi við Háskóla Íslands.

Anna Lára Orlowska, 27 ára, sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík.

Garðar Árni Garðarsson, 21 árs, laganemi við Háskóla Íslands.

Nína Rún Óladóttir, 27 ára, viðskiptafræðingur.

Gísli Garðar Bergsson, 18 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Sigríður Birna Róbertsdóttir, 30 ára, meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.

Eiður Atli Axelsson, 17 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.

Margrét Björk Grétarsdóttir, 24 ára, íþróttafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi