fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Mörg vandamál geta komið upp í ferðaþjónustunni – Kalla eftir aðkomu ríkisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 09:00

Það hefur verið mikil eftirspurn hjá ferðaþjónustunni, eiginlega of mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna skuldavanda ferðaþjónustufyrirtækja munu þau eiga erfitt með að mæta vandamálum sem steðja að. Það verður erfitt að fá starfsfólk og húsnæðisskortur hefur áhrif. Af þessum sökum má búast við að ferðaþjónustan hiksti og glími við vaxtarverki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Fram kemur að ekki liggi fyrir hvort það takist að mæta eftirspurn í ljósi hraðra breytinga vegna faraldursins og alvarlegrar fjárhagsstöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Nú þegar eru ferðamenn farnir að reka sig á að erfitt getur verið að finna laust hótelherbergi. Ekki endilega vegna þess að öll herbergi séu full, heldur vegna þess að það vantar starfsfólk.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að þetta sé eitt þeirra vandamála sem upp geti komið í keðjunni. Hann sagði ljóst að vandamál muni koma upp þegar líður að sumri. Spurningin sé hversu alvarleg þau verða.

Hann sagði að erfitt sé að fá fólk til starfa í greininni og það sé ekki vandi sem er einskorðaður við Ísland. Margir sem störfuðu við ferðaþjónustu fyrir heimsfaraldurinn séu farnir í aðrar greinar og snúi ekki svo glatt til baka.

Hann sagði augljóst að stjórnvöld þurfi að koma að málum og byggja skapalón utan um skuldaúrlausn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í líkingu við það sem var gert eftir bankahrunið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan