fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Hilmar: „Ég var skilinn eftir aleinn yfir helgina“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. febrúar 2022 18:30

Hilmar Kolbeinsson - Mynd: Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var skilinn eftir aleinn yfir helgina.“

Þetta segir Hilmar Kolbeinsson, 45 ára fjölfatlaður maður í samtali við Fréttablaðið. Hilmar hefur síðasta árið dvalið á spítala og á hjúkrunarheimili á víxl en núna í febrúar gat hann loksins farið heim til sín eftir að hann réði til sín tvo ófaglærða starfsmenn með beingreiðslusamningi við Reykjavíkurborg.

Núna um helgina veiktist annar af þessum starfsmönnum og var því enginn heima hjá honum frá föstudagskvöldinu og fram á fyrri hluta sunnudags. Hilmar tilkynnti heimahjúkrun borgarinnar hvernig í pottinn var búið á föstudagskvöldinu en þar sagði starfsmaður að það mætti ekki koma til hans nema starfsmaður hans væri viðstaddur.

Eftir það hringdi Hilmar í bráðamóttöku Landspítalans sem sagði að þetta væri ekki þeirra mál. „Þeir sögðu að ég mætti sitja í stólnum yfir helgina, það sé allt í lagi,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. Bráðamóttakan sagði Hilmari að ræða við Læknavaktina sem vísaði þá aftur til baka á heimahjúkrun borgarinnar.

Hilmar getur ekki borðað eða drukkið án hjálpar, hann fór því í gegnum nánast alla helgina án drykks eða matar. „Það þarf að setja á disk fyrir framan mig, ég get ekki sett á disk sjálfur. Ef það er búið að setja á disk fyrir framan mig og brytja niður þá get ég borðað sjálfur. Það þarf að hella í glas fyrir mig, þá get ég drukkið sjálfur. Ég var orðinn mjög þyrstur á sunnudagskvöldinu.“

Að lokum segir Hilmar í samtali sínu við Fréttablaðið að hann sé búinn að ræða við félagsráðgjafa vegna málsins og að hann geri ráð fyrir því að senda erindi á Landspítalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm