Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og Egill Egilsson flugmaður eru gift. Þau gengu í það heilaga 12. febrúar síðastliðinn í Skáhloltskirkju. Fréttablaðið greinir frá.
Leikkonan birti gullfallegar myndir frá deginum á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Hjónin hafa verið saman í um ár, en í ágúst í fyrra skráðu þau sig í samband á Facebook. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum.
Dóra Jóhannsdóttir var í opinskáu viðtali við DV árið 2020 þar sem hún opnaði sig um baráttu sína við alkóhólisma og hvernig hún náði vopnum sínum á ný í baráttunni við vágestinn eftir langtímameðferð í Svíþjóð.