fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Páll segir að blaðamennirnir hafi gramsað í persónulegum gögnum hans – „Mér fannst ég í senn niðurlægður og auðmýktur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 09:03

Páll Steingrímsson og Samherji. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, er þungorður í garð blaðamannanna sem nú hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum þjófnaði á síma hans og afritun á gögnum úr honum, vorið 2021.

Páll birti pisil um málið í morgun og veitti DV leyfi til að endurbirta hann. Hann segir að blaðamennirnir hafi skoðað og fiktað í öllum hans persónulegu gögnum og samskiptum. Segist hann upplifa sig niðurlægðan og auðmýktan:

„Ég get alveg sagt að mér fannst ég í senn niðurlægður og auðmýktur þegar ég áttaði mig á að það var búið að fara inn í öll samskipti sem síminn minn veitir aðgang að. Ég er ekki að reyna að gera mig að einhverju fórnarlambi, ég er bara venjulegur maður sem vill fá að hafa ákveðin mál fyrir sig, rétt eins og við öll viljum. Nú er hins vegar staðan þannig að svo virðist sem óskilgreindur hópur fjölmiðlamanna hafi farið um öll mín gögn, öll mín samskipti og dundað sér við að skoða þetta og fikta í þessu eins og þeim sýnist. Og þeir telja að þeir séu í fullkomnum rétti til þess. Að mínum dómi er þetta svívirðilegt ofbeldi gagnvart mínu einkalífi. Þetta er í raun verra en ef það hefði verið brotist inn á mitt heimili því þarna er að finna persónuleg samskipti við vini, ættingja og samstarfsmenn. Ég get í raun og sann sagt við fólk: Áttið þið ykkur á því hvað tæki eins og síminn ykkar gerir ykkur berskjölduð gagnvart óvönduðu fólki?“

Páll bendir á til samanburðar að lögregla þurfi að uppfylla mjög ströng skilyrði til að fá heimild til að hlera síma fólks og yfirvöldum séu settar ýmsar skorður við að skoða og haldleggja gögn frá fólki. „Lögreglan getur til dæmis ekki skoðað slíkt bara af því hana langar til þess,“ segir hann.

Páll segir að ennfremur að fréttaflutningurinn sjálfur í Stundinni og Kjarnanum upp úr þessum gögnum hafi verið uppfullur af útúrsnúningum og rangfærslum. Hann hafi hins vegar ekki svarað fréttaflutningnum á sínum tíma vegna þess að hann vildi gefa lögreglu færi á að rannsaka málið.

Við þá sem telja stuldinn á síma hans vera léttvægan verknað segir Páll þetta:

„Ég sé að sumum finnst léttvægt að síma mínum skyldi vera stolið og að upplýsingar sem þar fundust hafi réttlætt stuldinn. Ég á erfitt með skilja svona tal og ég held að hver og einn geti sett sig í mín spor, eða hvernig myndi ykkur líða ef þið uppgötvuðu að hópur af ókunnugu fólki hefði aðgang að öllum ykkar samskiptum og gögnum? Bara svona allt í einu. Hlutir sem voru mín prívatgögn og voru aldrei öðrum ætlaðir, úr mínum prívatsíma sem ég greiddi sjálfur fyrir, svo það fari ekki milli mála. Ég veit ekki hvar ég steig yfir þá línu að það réttlætti slíka aðgerð eins og sumir fjölmiðlamenn virðast halda. Ekki nóg með það, þeir virðast trúa því að það sé þeirra réttur að fá öll mín gögn og skoða og gramsa í þeim. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum