fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

„Rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 18. febrúar 2022 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalagið segir ásakanir Garðars Sverrissonar, stjórnarformanns Brynju hússjóðs, innihaldslausar. Garðari hafi verið vikið úr stjórn með einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ og sé stjórn Brynju hússjóðs í dag skipuð mjög hæfu fólki. 

Öryrkjabandalag Íslands (ÓBÍ) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um málefni Brynju hússjóðs, en Morgunblaðið greindi frá því í dag að Brynja hússjóður hafi stefnt ÓBÍ og krafist ógildingar á skipan nýrra stjórnarmanna hjá sjóðnum.

Ágreiningurinn varðar ákvarðanir sem ÖBÍ tók á fundum aðalstjórnar í janúar, en þar var ákveðið að afturkalla umboð tiltekinna stjórnarmanna Brynju og skipa nýja í þeirra stað. Morgunblaðið greindi frá því að um þrjá stjórnarmenn væri að ræða, Garðar Sverrisson, stjórnarformann sjóðsins og fyrrverandi formann ÖBÍ, Arnþrúði Karlsdóttur og Ingveldi Jónsdóttur.

Af tilkynningu ÖBÍ um málið fyrr í febrúar má þó ráða að umboð Arnþrúðar og Ingveldar hafi runnið út og aðeins hafi umboð Garðars verið afturkallað.

Garðar sendi harðort bréf á aðildarfélag ÖBÍ í síðustu viku þar sem hann sagði alvarlegt spillingarmál komið upp og að huldumenn séu að reyna að nýta sjóðinn til að fjármagna skúffufyrirtæki sín.

Í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem talað er um að Brynja hússjóður hafi stefnt ÖBÍ er Garðar enn titlaður stjórnarformaður sjóðsins á meðan ÖBÍ titlar hann fyrrum stjórnarmann í sinni tilkynningu. Á vefsíðu sjóðsins má sjá upptalningu á núverandi stjórnarmönnum og er þar í engu minnst á Garðar, Arnþrúði eða Ingveldi.

Sjá einnig: Segir alvarlegt spillingarmál komið upp hjá Öryrkjabandalaginu – „Vilja gera sér Hátúnslóðina að féþúfu“

Yfirlýsing vegna frétta af málefnum ÖBÍ og Brynju – hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

Öryrkjabandalag Íslands harmar að fyrrum stjórnarmaður í Brynju- hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafi ákveðið að fara fram með rakalausar og algerlega innistæðulausar ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda einstaklinga í stjórn ÖBÍ.

Hér er rétt að minna á að viðkomandi stjórnarmanni var vikið úr stjórn Brynju, með einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ, sem er skipuð 19 einstaklingum, sökum þess að hann hafði brotið gróflega gegn skyldum sínum og brugðist trausti ÖBÍ, eins fjölmiðlum var tilkynnt um á sínum tíma, og sjá má á vef ÖBÍ.

Stjórn Brynju- hússjóðs Öryrkjabandalagsins er í dag skipuð mjög hæfu fólki og er óumdeild. Rekstur sjóðsins er traustur og í góðum höndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð

Tveir Hollendingar nappaðir í Leifsstöð
Fréttir
Í gær

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík

Sósíalistar og VG vilja komast í meirihluta í Reykjavík