fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Matur

Helgarmatseðillinn í boði Guðrúnar Ýrar sælkera

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 18. febrúar 2022 19:09

Sælkerinn og matarbloggarinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á heiður af helgarmatseðlinum að þessu sinni. MYND Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðurinn af helgarmatseðlinum á matarvef DV.is þessa helgina á Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir sælkeri og matarbloggari sem heldur úti síðunni Döðlur og smjör. Guðrún Ýr elskar elda og baka dýrindis kræsingar og nýtur þess að halda kaffi- og matarboð fyrir vini og vandamenn. Þegar við leituðum til Guðrúnar Ýrar með helgarmatseðilinn og brást hún strax vel. „Ég elska að baka og elda og matarástin svífur ávallt í eldhúsinu hjá okkur, svo ég get þessari beiðni fagnandi.“

Í aðalrétt mælir Guðrún Ýr með ótrúlega léttum og bragðgóðum kjúklingarétti chili límónu kjúklingi, þar sem auðvelt er að leika sér með hráefnin og krydda aukalega með hráefnunum eftir á með chili, límónu og kóríander hver eftir sínu höfði.

https://dodlurogsmjor.is/chili-limonu-kjuklingur/

 

Chili límónu kjúklingur

Fyrir 3

1 pk úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry (700 g)

1 stk. safinn úr límónu

1 stk. börkur af límónu

3 msk. ólífuolía

2 hvítlauksgeirar

1 tsk. salt

1 tsk. hunang (eða önnur sæta)

2 tsk. Tabasco Sriracha sósa

1 tsk. cumin

handfyllir kóríander

 

Afþýðið kjúklinginn og fituhreinsið ef þið viljið. Mælið hráefnin og skerið niður kóríander, þá er öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og lok eða plast sett yfir. Leyfið kjúklingnum að marínera í minnst 1-2 tíma, best að leyfa honum að liggja í dágóðan tíma ef það er möguleiki.

Stillið ofn á 180°C. Raðið kjúklingnum í eldfast form og eldið í 15-20 mínútur.

Maís & ananas hrísgrjón

200 ml hrísgrjón

400 ml vatn

2 msk. smjör

1 maís eða lítil dós maís

3 msk. ananas

pipar eftir smekk

Soð af kjúklingnum

Sjóðið hrísgrjónin með vatni þangað til þau eru full soðin.

Takið pönnu og bræðið smjör, skerið maísbitana frá stilknum og ananasinn smátt niður og bætið út á pönnuna. Hellið síðan soðinu sem myndast hefur af kjúklingnum út á pönnuna ásamt hrísgrjónunum og hrærið þessu vel saman. Piprið eftir smekk. Berið fram með meiri kóríander, límónu og Sriracha sósu.

Einnig mælir Guðrún Ýr með þessum dásamlega pastarétti með kjúkling og sveppum sem kitlar bragðlaukana á dásamlegan hátt:

 

Tagilatelline með sveppum & kjúkling

Fyrir 4

700-800 g kjúklingur

3 msk. ólífuolía

250 g sveppir

3 hvítlauksrif

1 stk. nautakraftur

300 ml rjómi

100 ml vatn

1 tsk. oreganó

1 tsk. basil

½ tsk. timían

Handfylli af ferskri steinselju

salt og pipar

300 g tagilatelle pasta

Skerið kjúklinginn í smáa bita og steikið á pönnu. Eldið kjúklinginn í 3-4 mínútur og setjið til hliðar. Skerið niður sveppi og hvítlauk og steikið á pönnu ásamt olíu. Steikið þangað til að sveppirnir eru orðnir brúnaðir, bætið þá útí  nautakrafti, rjóma og vatni. Kryddunum er síðan einnig bætt saman við og saltað og piprað eftir smekk. Lækkið undir pönnunni og leyfið að malla á pönnunni meðan pastað er soðið. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp. Setjið tagliatelle pastað út í vatnið og sjóðið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það hefur náð réttri áferð. Skolið vatnið að mestu frá pastanu með því að hella því í gegnum sigti. Bætið pastanu saman við meðlætið á pönnunni og veltið saman við sósuna. Gott er að bera fram með Parmesan osti, ferskri steinselju og hvítlauksbrauði.

Í eftirrétt mæli Guðrún Ýr með dúnmjúkri klassískri súkkulaðiköku sem bráðnar í munni súkkulaði – mars – madness tertu:

https://dodlurogsmjor.is/sukkuladiterta-mars-madness/

Súkkulaðiterta

240 g hveiti
350 g sykur
80 g kakó
2 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
3 egg
1 tsk. vanilludropar
100 ml olía
200 ml ab mjólk/súrmjólk
250 ml sjóðandi vatn

Stillið ofn á 175°c. Blandið saman þurrefnunum í hrærivélarskál. Setjið saman í skál/könnu egg, vanilludropa, olíu og súrmjólk og hellið í mjórri bunu saman við þurrefnin með hrærivélina á lágri stillingu. Sjóðið vatn og hellið einnig rólega saman við deigið. Gott er að taka sleikju í lokin og skrapa botninn svo deigið sé allt vel samlagað. Spreyið tvö form af stærðinni 15-20 cm með Pam spreyi og deilið deiginu í tvennt. Formin sett inn í ofn og bakað í 35 mínútur. Leyfið kökunum að kólna – Ef það myndast toppur á kökuna er gott að ýta örlítið niður á toppinn og hvolfa henni síðan á kæligrind.

Mars smjörkrem

350 g smjör
500 g flórsykur
1 tsk. vanilludropar
2 stk. mars / 4 lítil
1 dl rjómi

Byrjið á því að þeyta smjörið í 3-4 mínútur, bætið þá flórsykri hægt og rólega saman við ásamt vanilludropum. Bræðið þá saman mars og rjóma og hellið varlega út í hrærivélina. Kremið verður mjög létt í sér þar sem marsið er volgt en þægilegt að setja á kökuna. Setjið annan kökubotninn á kökudisk og setjið u.þ.b. helming af kreminu ofan á og dreifið vel úr. Setjið þá seinni botninn ofan á og krem ofan á og dreifið úr því. Þetta krem er mjög ríflegt á kökuna svo alveg eðlilegt að það sé smávegis afgangur fer eftir hversu sjúk í krem þið eruð.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum