fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Julia Fox höfð að háði og spotti – Kemur myndbandinu til varnar: „Ég var freðin, látið mig vera!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. febrúar 2022 12:00

Julia Fox.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Julia Fox kemur sér til varnar eftir að viðtalsbútur úr hlaðvarpinu „Call Her Daddy“ hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Framburður hennar á kvikmyndatitlinum „Uncut Gems“ hefur vakið mikla kátínu hjá netverjum. En rekja má þennan sérkennilega framburð til þess að hún var, að eigin sögn, undir áhrifum kannabis í viðtalinu.

Julia var í mánaðarlöngu, en mjög opinberu, sambandi með rapparanum Kanye West. Þau eru nýlega hætt saman en áður en leiðir þeirra skildu fór hún í viðtal hjá Alex Cooper í þættinum „Call Her Daddy“.

Aðspurð hvort hún liti á sig sem andagift (e. muse) Kanye svaraði hún:

„Já, smá, kannski. Ég meina ég var andagift Josh Safie þegar hann skrifaði „Uncut Gems.““

Viðtalsbúturinn fór á flug um netheima og keppast netverjar um að leika Juliu eftir eða endurgera myndbandið. Page Six tók saman nokkur myndbönd og skrifaði leikkonan sjálf við færsluna:

„Guð minn góður, ég var freðin, látið mig vera!!! Hahahahaha.“ [Innsk. blaðamanns: Freðin er orð sem er oft notað yfir það að vera undir áhrifum kannabis.]

Hér að neðan má sjá meira úr viðtalinu þar sem Julia ræðir um samband hennar og Kanye.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“