Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að ótrúlega skörp aukning hafi orðið á skammtímabókunum. Hann sagðist telja að febrúar verði „stórgóður miðað við aðstæður“. Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, tók undir orð Jóhannesar.
Þeir sögðust vonast til að frá júlí og fram í september, sem eru annasömustu mánuðirnir, komi um 70% af ferðamannafjöldanum 2019 eða um 600.000 manns. Það er álíka mikill fjöldi og kom allt árið í fyrra.