fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Mikil aukning í bókunum útlendinga – Vonast eftir 600.000 ferðamönnum í sumar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. febrúar 2022 09:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá áramótum hefur nýting á hótelherbergjum verið mun meiri en reiknað var með undir lok síðasta árs. Þá var reiknað með tæplega 50% nýtingu í febrúar en það stefnir í að hún verði um 70%. Mikil aukning hefur orðið í bókunum útlendinga á ferðum hingað til lands að undanförnu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að ótrúlega skörp aukning hafi orðið á skammtímabókunum. Hann sagðist telja að febrúar verði „stórgóður miðað við aðstæður“. Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, tók undir orð Jóhannesar.

Þeir sögðust vonast til að frá júlí og fram í september, sem eru annasömustu mánuðirnir, komi um 70% af ferðamannafjöldanum 2019 eða um 600.000 manns. Það er álíka mikill fjöldi og kom allt árið í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi
Fréttir
Í gær

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“

Fjögurra barna móðir meðal þeirra sem myrt voru í Örebro – „Hún vildi hjálpa öllum öðrum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki