fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Bandaríkin fara nýjar leiðir vegna Úkraínudeilunnar – Hafa opnað allar flóðgáttir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. febrúar 2022 07:08

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilan um Úkraínu hefur staðið yfir í talsverðan tíma og ekki er að sjá að henni fari að ljúka. Fjölmennt rússneskt herlið stendur við landamæri ríkjanna, reiðubúið til innrásar þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld fullyrði hvað eftir annað að ekki standi til að ráðast á landið. Í þessum deilum hafa Bandaríkin farið nýja leið varðandi notkun upplýsinga frá leyniþjónustustofnunum sínum og gæti þetta valdið varanlegri breytingu á hvernig leyniþjónustustofnanir á Vesturlöndum verða notaðar í framtíðinni.

Það var engin tilviljun þegar Bandaríkin birtu skyndilega leynilegar upplýsingar í byrjun mánaðarins. Upplýsingar sem sögðu að Rússar væru að undirbúa að sviðsetja árás á rússneska hermenn til að hafa átyllu til innrásar. Þetta hljómar eiginlega eins og atriði í lélegri hasarmynd en John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði þetta vera rétt. Með þessu ætluðu Rússar að búa til átyllu til innrásar.

Líklegt má telja að áður fyrr hefði upplýsingum á borð við þessar verið haldið leyndum en nú hafa bandarískar leyniþjónustustofnanir tekið U-beygju í upplýsingamiðlun og eru orðnar mun ágengari. Ástæðan er að þær vilja „svæla“ Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, úr fylgsni sínu og það gera þær með því að nota þær upplýsingar sem fyrir liggja.

New York Times segir að þessi nýja stefna eða hugmyndafræði komi frá æðstu mönnum innan leyniþjónustustofnananna og byggist á reynslunni frá því að Rússar hernámu Krímskagann 2014. Þá lágu bandarískar leyniþjónustustofnanir á upplýsingum sem þær höfðu aflað og gerðu Pútín þannig auðveldar fyrir að hernema Krímskaga. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi lært sína lexíu af þessu og því reyni þeir nú að gera Pútín erfitt fyrir með því að segja frá öllu því sem hann gerir og koma þeim upplýsingum á framfæri við rússneskan almenning svo hann viti hvað leiðtogar landsins eru að gera.

Af þessum sökum hafa Bandaríkin dælt út upplýsingum til fjölmiðla um margt er snýr að deilunni um Úkraínu, allt frá hugsanlegum fyrirætlunum um valdarán í Kiev til leynilegra aðgerða rússneska hersins við úkraínsku landamærin.

Heimildarmenn New York Times segja að Bandaríkin og bandarískar leyniþjónustustofnanir hafi ekki rekið svona ágenga upplýsingabaráttu og birtingu síðan Kúbukrísan stóð yfir 1962. Beth Sanner, sem er háttsett innan bandarískra leyniþjónustustofnana, sagði nýlega að það væri hennar mat að þessi aðferðafræði Bandaríkjanna hafi orðið til þess að rússneskir ráðamenn og leyniþjónustustofnanir hafi átt í vök að verjast og að upplýsingarnar hafi dregið úr möguleikum Pútíns til aðgerða í Úkraínu og hann þurfi að hugsa sig tvisvar um áður en hann grípur til aðgerða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar