fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Fimm hlutir sem þú heldur að séu hollir en geta gert þig veika(n)

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. febrúar 2022 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heldur þú að þú sért að gera sjálfum þér gott þegar þú hreinsar eyrun með eyrnapinna eða færð þér þeyting með ferskum berjum? Ef svo er þá ættirðu kannski að staldra aðeins við og hugsa þig um.

Notar þú oft eyrnapinna til að þrífa eyrun? Ef svo er þá skaltu hætta því. Þú gerir þetta eflaust í góðri trú en þetta er alls ekki hollt. Margir eyrnalæknar ráðleggja fólki að sleppa því að nota eyrnapinna því þegar þeir eru notaðir er eyrnamergnum oft ýtt inn í eyrað í stað þess að hann komi út. Það sama gerist hjá þeim sem sofa með eyrnatappa.

Ef þú ferð of langt með eyrnapinnann áttu á hættu að gera sár á eyrnagöngin sem getur síðan valdið því að sýking kemst í innri hluta hans. Eyrnamergur er ekki vandamál fyrir flesta því eyrum eru sjálfhreinsandi og því engin þörf á að reyna að ná honum með eyrnapinna.

Ber eru auðvitað mjög holl og þótt við höfum nefnt þeyting með berjum hér að ofan þá ætlum við alls ekki að ráðleggja þér frá því að borða ber. En þú ættir samt sem áður að staldra við og hugsa þig um áður en þú fyllir munninn af gómsætum berjum. Rannsókn sem vísindamenn hjá matvæladeild DTU gerðu 2015 sýna að það er hætta á að smitast af sjúkdómsvaldandi örverum á borð við salmonellu, lifrarbólgu A, nóróveiru og E. coli ef berin hafa ekki verið hituð fyrir neyslu. Þetta á við bæði um frosin og ófrosin ber. Ástæðan er að svo mikið af berjum er flutt inn frá löndum þar sem hreinlætiskröfur eru ekki eins miklar og hjá okkur á Norðurlöndunum. Ef þú skolar berin vel með vatni fyrir neyslu þá minnka líkurnar á að smitast um 70-80%. Ef þú sýður þau minnka líkurnar enn frekar.

Sængurfatnaðurinn þinn fær að njóta samvista við þig löngum stundum eða öfugt. En ef þú skiptir ekki nægilega oft á rúminu þá getur þú fengið ofnæmi. Í hvert sinn sem við leggjumst til svefns hrynja dauðar húðfrumur af okkur og á þeim lifa rykmaurar sældarlífi. Ef við þvoum sængurfatnaðinn ekki reglulega fjölgar rykmaurunum. Því ættir þú að skipta á rúminu á 14 daga fresti og þvo sængurverin á minnst 60 gráðum.

Baðsvampurinn gerir húðina svo mjúka og fallega en ekki gleyma því að hann getur verið heimili óvelkominna gesta. Hann er fullkomið umhverfi fyrir bakteríur, sveppi og myglu sagði Jessica Weiser, hjá samtökum bandarískra húðlækna, í grein í Time. Hún segir að þú eigir á hættu að sýking komist í minnstu skrámur og sár ef þú notar baðsvampinn of lengi eða ekki af réttri tegund. Læknar mæla með svampi úr náttúrulegum efnum því þeir innihaldi ensím sem halda aftur af bakteríuvexti og myglu. Svo þarf að muna að skola svampinn vel og vinda og geyma á þurrum stað. Ekki á að nota hann í meira en einn mánuð.

Þeytingur er góður og hollur en hvað ef blandarinn þinn gerir þig veikan? Rannsókn hefur sýnt að blandarar eru í þriðja sæti yfir magn baktería á hlutum í eldhúsinu. Aðeins í grænmetisskúffu ísskápsins og kjötskúffunni eru fleiri bakteríur. Það var rannsókn frá NSF International sem leiddi í ljós að mikið magn af bakteríum er í blöndurum heimila. Ástæðan er að þótt þú teljir þig hafa þvegið hann vel þá gleymir þú líklega einum mikilvægum stað í honum, litla gúmmíhringnum í botninum, þeim sem heldur hnífunum á sínum stað. Þar sest drulla fyrir. Það þarf því að taka blandarann alveg í sundur eftir hverja notkun og þrífa með vatni og sápu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ

Fundu sjö tonn af kókaíni niðurgrafin á bóndabæ
Pressan
Fyrir 4 dögum

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí

Herlögreglan er tilbúin til átaka við glæpagengin á Haítí
Pressan
Fyrir 5 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því

Gættu að hitastiginu í svefnherberginu – Ekki hafa of kalt í því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt