fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Vann 223 milljónir á afmælinu sínu – Ætlar að kaupa sér kampavín og kínverskan skyndibita

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona frá Newcastle fékk heldur betur góða afmælisgjöf á dögunum er hún vann 2,5 milljónir í áströlskum dollurum, það eru rúmlega 223 milljónir í íslenskum krónum.

News.com.au fjalla um vinning konunnar en hún segir að venjulega kaupi hún ekki lottómiða – eiginmaður hennar sér yfirleitt um það. Konan fann þó fyrir einhverri heppni þennan afmælisdaginn og ákvað því að kaupa miða sjálf. „Ég keypti miðann fyrir sjálfan mig sem smá glaðning í tilefni afmælisins,“ segir konan.

„Núna er þetta ekki bara afmælisgjöf til mín heldur er þetta fyrir alla fjölskylduna mína,“ segir hún svo og bætir því við að hún geti ekki beðið eftir því að segja allri fjölskyldunni sinni frá vinningnum. „Það verður æðislegt.“

Þegar konan og eiginmaður hennar sáu að þau höfðu unnið í lottóinu héldu þau upphaflega að þau hefðu unnið mun minni upphæð. „Við vorum nógu spennt fyrir því,“ segir hún en svo komust þau að því að þau unnu stóra vinninginn.

Konan segist ætla að gera vel við sig til að fagna vinningnum, hún ætlar að kaupa sér gott freyðivín og kínverskan skyndibita. „Við erum búin að ganga í gegnum erfiðleika allt okkar líf svo þetta breytir öllu. Ég er mjög ánægð með þetta. Við ætlum að deila vinningnum með fjölskyldunni okkar og eyða miklum tíma í ferðalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda