fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Mörg ungmenni glíma við eftirköst COVID-19 – Stúlkurnar hafa það verst

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 18:00

Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á hefur það hvað eftir annað glumið í eyrum fólks að börn og unglingar fari frekar auðveldlega í gegnum smit og finni ekki fyrir miklum einkennum. En þetta er ekki alveg svo einfalt ef miðað má við niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Samkvæmt henni þá glíma flest ungmenni við eftirköst af COVID-19 í átta vikur eða meira eftir að þau smitast. Stúlkurnar fara verr út úr þessu en strákarnir. B.T. skýrir frá þessu.

„Unga fólkið skýrir frá höfuðverk, örmögnun, lystarleysi, öndunarörðugleikum, minnistapi og erfiðleikum með að einbeita sér. Eitthvað af þessu getur tengst sjúkdómnum, til dæmis að lungnavefurinn sé ekki alveg í lagi en annað á rætur að rekja til viðbragða ónæmiskerfisins en það getur valdið magaverk í langan tíma. Þegar ónæmiskerfið veikist þá er líka auðveldara að fá bakteríusýkingar,“ sagði Selina Kikkenborg Berg, prófessor á hjartadeild danska ríkissjúkrahússins, í samtali við Sundhedspolitisk Tidsskrift.

Hún gerði rannsóknina  LongCovidKidsDK en í henni var gagna aflað frá ungmennum á aldrinum 15 til 18 ára sem greindust með COVID-19 frá 1. janúar 2020 til 12. júlí 2021. Til samanburðar voru ungmenni á sama aldri sem ekki greindust með COVID-19. Alls tóku 6.630 smituð ungmenni þátt í rannsókninni og 21.640 ósmituð.

Rannsóknin leiddi í ljós að 62% hinna smituðu glímdu við eftirköst í átta vikur eða meira. Stúlkurnar fóru sérstaklega illa út úr þessu því 70% þeirra glímdu við eftirköst á móti 49% piltanna.

Berg sagði að þetta megi rekja til þess að stúlkurnar séu næmari fyrir því sem gerist í líkamanum vegna hormónastarfseminnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn