fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Lögreglan tengdi konu við afbrot með því að nota lífsýni sem var tekið úr henni í nauðgunarmáli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 20:30

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í San Francisco notaði DNA, sem var tekið úr konu sem var nauðgað, til að tengja hana við glæp. Þetta er hugsanlega brot á stjórnarskrárvörðum rétti konunnar að sögn saksóknara í borginni.

San Francisco Chronicle skýrir frá þessu. Fram kemur að tæknirannsóknardeild lögreglunnar hafi skráð upplýsingar um DNA mörg þúsund þolenda kynferðisofbeldis í gagnagrunn sem er notaður til að bera kennsl á grunaða afbrotamenn.

Chesa Boudein, saksóknari, sagði í samtali við miðilinn að embætti hans hafi frétt af þessu í síðustu viku. Hann sagði að þetta gæti brotið gegn lögum Kaliforníuríkis um réttindi þolenda afbrota og gegn stjórnarskrárvörðum rétti fólks.

Lífsýni voru tekin úr konunni fyrir mörgum árum í tengslum við rannsókn á heimilisofbeldi og nauðgun. Þau voru síðan notuð til að tengja hana við alls óskylt mál í San Francisco.

Boudein sagðist hafa áhyggjur af að þetta muni gera að verkum að fórnarlömb kynferðisafbrota muni síður snúa sér til lögreglunnar.

Bill Scott, lögreglustjóri í San Francisco, sagði að hugsanlega hafi konan verið tengd við glæpinn út frá DNA í öðrum gagnagrunni, ekki á grunni lífsýnis úr nauðgunarmálinu. Hann sagði að lögreglan muni fara rækilega ofan í kjölinn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“