fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Melanie Ubaldo er sú sem skrifaði „helvítis útlendingaskíturinn þinn“ á gluggana í Breiðholti

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 20:00

Melanie Ubaldo og skilaboðin á glugganum - Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er smá misskilningur í gangi.“

Þetta segir listakonan Melanie Ubaldo í samtali við blaðamann vegna fréttar sem birtist á forsíðu DV fyrr í dag. Fréttin sem um ræðir fjallaði um skilaboð sem skrifuð hafa verið á glugga í Fellahverfinu í Breiðholti en á gluggunum stendur „Farðu til fjandans helvítis útlendingaskíturinn þinn“ í stórum hvítum stöfum.

Sjá einnig: Viðbjóðsleg skilaboð máluð á glugga í Breiðholti – „Farðu til fjandans helvítis útlendingaskíturinn þinn“

Skilaboðin vöktu töluverða athygli hjá íbúum Breiðholtsins. Mynd af skilaboðunum var deilt í Facebook-hópinn Íbúasamtökin betra Breiðholt og þar furðaði fólk sig á þeim. „Hvað er í gangi?“ spurði íbúinn sem deildi myndinni og í athugasemdunum furðar fólk sig á þessu sömuleiðis. „Þetta er bara bilun,“ sagði svo annar íbúi í athugasemd við myndina.

Fékk að heyra þetta þegar hún ólst upp

Melanie tók eftir fréttinni og hafði samband við DV í kjölfarið þar sem hún er sú sem skrifaði skilaboðin á gluggana. Skilaboðin eru í raun ádeila, Melanie ólst upp í Fellahverfinu og fékk iðulega að heyra skilaboð sem þessi þegar hún ólst þar upp.

„Um leið og eitthvað sem gerist í einrúmi – eins og við vitum alveg að svona rasískar orðræður eiga sér stað – er varpað svona hátt í almenningsrými þá hugsar fólk „vá hvað þetta er ljótt“. Ég er að endurheimta þetta og sjá til hvort það verði einhvers konar losun sem gerist fyrir mína parta,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Skilaboðin á gluggunum eru hluti af listasýningu á vegum Melanie sem er í húsinu sem málað var á. „Þetta er partur af einkasýningunni minni hjá Listaháskólanum. Allir sem eru í útskriftarárgangnum í mínum bekk eru að gera svona einkasýningar. Þetta er partur af sýningunni minni, það er líka sýning inni en ég nota gluggana til að færa sýninguna lengra inn í hverfið,“ segir hún.

Sýningin opnaði síðastliðinn laugardag og er opin fram á föstudag. Hún er opin 12-15 alla daga en textaverkið á gluggunum er auðvitað sjáanlegt utan opnunartímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“