fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Greiða foreldrum 700.000 krónur fyrir hvert barn sem þeir eignast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjulega tengir fólk barneignir við útgjöld enda erfitt að komast hjá útgjöldum þegar nýtt barn kemur í heiminn. En í norska bænum Bø hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að greiða foreldrum fyrir að eignast börn. Með þessu er vonast til að fólk verði iðnara við að búa til börn.

Sveitarfélagið greiðir foreldrum 50.000 norskar krónur, sem svarar til um 700.000 íslenskra króna, fyrir að eignast barn. VG skýrir frá þessu.

Það var bæjarstjórinn, Sture Pedersen, sem kom fram með þessa tillögu en hann vonast til að með þessu verði hægt að fjölga íbúum sveitarfélagsins en þeir eru nú um 2.500.

Auk greiðslunnar lofta Pedersen íbúum einnig bestu og ódýrustu leikskólum landsins. Meðalverð fyrir leikskólapláss í Noregi er 3.000 norskar krónur á mánuði en í Bø verður það nú 1.500 krónur og stefnt er að því að lækka verðið enn frekar að sögn Pedersen.

Bø hefur um hríð verið kallað hið norska Mónakó eftir að sveitarfélagið náði að lokka nokkra milljónamæringa til að flytja lögheimili sitt til sveitarfélagsins með því að lækka útsvarið.

Pedersen segir einnig að 50.000 krónurnar séu greiddar fyrir hvert barn svo tvíbura- og þríburaforeldrar fá greitt fyrir hvert barn.

Til að tryggja að fólk búi áfram í sveitarfélaginu eftir fæðingu verða 25.000 krónur greiddar strax eftir fæðingu og hinar 25.000 krónurnar þegar börnin ná tveggja ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io