Fyrirsætan Katy Morgan er verulega ósátt með fyrrum unnusta sinn Demarai Gray sem er samningsbundinn Everton í dag.
Gray er 25 ára gamall kantmaður sem gekk í raðir Everton árið 2021. Gray og Morgan voru saman í heilt ár en hættu saman þegar Morgan var ófrísk.
Morgan fullyrðir svo að Gray hafi aldrei hitt barnið sem þau eiga saman en strákurinn er 23 mánaða gamall.
Morgan varð nýlega þegar Gray birti myndir af öðru barni sem hann á. „Birtu myndir af öllum börnunum þínum eða slepptu því. Þú lætur líta út eins og þú eigir ekki son með mér, þú berð ekki virðingu fyrir mér og honum. Það er komið nóg,“ sagði Morgan.
„Þú mátt alveg vera ósýnilegur faðir. Til að láta þig vita þá er sonur þinn að verða tveggja ára. Svo ert þú alltaf að tala um að vera fyrirmynd. Þú ættir að lesa bókina um það hvernig á að vera faðir.“
Gray svaraði fyrirspurnum fjölmiðla og sagðist vel vita af barninu og að hann borgi reglulega fyrir hluti sem barninu vantar.