fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Skotárásin í nótt rannsökuð sem tilraun til manndráps – Árásarmaðurinn tvítugur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 20:07

Skjáskot af Twitter frá aðgerðum sérsveitarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír íslenskir karlmenn voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar eftir skotárás í nótt. Þeir eru fæddir á árunum 2002 og 2003, sem sagt enginn eldri en tvítugur. Vísir greinir frá þessu.

„Við lítum þannig á að þegar við rannsökum mál þar sem skotvopni er beint að annarri manneskju er það tilraun til manndráps. Við lítum á það þannig.Við það að hafa handtekið þessa menn og lagt hald á skotvopn teljum við okkur vera búin að ná töluvert utan um þetta mál,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Þá er einnig til rannsóknar hvort skotárásin tengist annarri skotárás fyrir helgi.

Sá sem fyrir henni varð tilkynnt sjálfur um árásina, en viðkomandi var fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu.

Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar, https://www.visir.is/g/20222222025d/tvitugur-arasarmadur-thekkti-fornarlambid-sem-hann-skaut-i-brjostidsegir á Vísi.

Þrír í haldi lögreglu eftir að maður var skotinn í miðbænum í nótt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“

„Þjóðin fer ekki í leikhús til að sjá bókhaldið, hversu vel sem það kann að vera fært“
Fréttir
Í gær

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“

„Ég hef ýmislegt heyrt og séð í viðræðum en að samninganefndum stéttarfélaga sé sagt að panta tíma hjá forstjóranum, það er algjört met“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“

Tekur upp boltann fyrir Brynjar Karl – „Vil frekar þjálfara með ástríðu en flatan karakter sem mótiverar ekkert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“