fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Mikil reiði innan Samfylkingarinnar eftir útilokun Guðmundar Inga – Heiða Björg sver af sér aðild

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. febrúar 2022 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt logar innan Samfylkingarinnar á prófkjörsdegi í Reykjavík eftir að frambjóðandanum Guðmundi Inga Þóroddssyni formanni Afstöðu var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi er er enn á reynslulausn til ársins 2023 eftir fangelsisvist. Sjálfur telur hann sig þó kjörgengan samkvæmt lögum.

Í samtali við fréttastofu Vísis nú rétt í þessu segir Guðmundur Ingi þetta mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að kjörstjórn Samfylkingarinnar, sem fyrrverandi þingkonan Ásta Guðrún Helgadóttir veitir forstöðu, tók framboð hans gilt í janúar.

„Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það þannig að þetta kom vissulega á óvart. Þeir eru allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi

Fram hefur komið að ábendingar um að vafi léki á kjörgengi Guðmundar Inga hafi borist kjörstjórn í vikunni og hafi verið óskað eftir gögnum frá frambjóðandum um að hann væri kjörgengur. Það hafi Guðmundur Ingi gert en gögnin voru ekki talin sýna fram á kjörgengi með óyggjandi hætti. Kveðst Guðmundur Ingi ætla að skoða málið með lögfræðingum sínum.

Telur að hann hefði náð kjöri

Ljóst er að reiðin er mikil innan Samfylkingarinnar vegna málsins. Guðmundur Ingi hafði ásamt samherja sínum í framboðinu, Guðnýju Maju Riba, farið mikinn í aðdraganda prófkjörsins og saman báru þau ábyrgð á talsverðu magni af nýskráningum í flokkinn. Guðmundur Ingi segir blasa við að hann hefði náð kjör á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.

„Frá því þetta varð ljóst hefur stuðningsyfirlýsingum hreinlega rignt yfir mig innan úr Samfylkingunni og ég tel alveg á tæru að ég hefði náð markmiðum mínum, enda hef ég beitt mér fyrir mikilli nýliðun og fann fyrir miklum meðbyr með framboðinu. Ég vil engu að síður nota tækifærið til að biðja þá sem ætluðu að kjósa mig um að styðja við framboð Guðný Maja Riba en hún lagði af stað með mér í þessa vegferð og höfum við fylgst að í baráttunni. Nái hún góðri kosningu verður tíma mínum og minna sjálfboðaliða ekki til einskis varið,“ skrifar Guðmundur Ingi í yfirlýsingu á Facebook.

Þar harma fjölmargir stöðuna og lýsa yfir óánægju sinni með niðurstöðuna. Meðal annars segir fyrrum ráðherra flokksins, Björgvin G. Sigurðsson, að ákvörðunin sé svívirðileg í alla staði.

 

Meðal þeirra sem lýsa yfir furðu sinni á málinu er almannatengillinn Andrés Jónsson.

Skapast talsverð umræða um málið í þræði hans og þar stíga fram tveir aðilar sem að saka varaformann flokksins, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, um að hafa átt hönd í bagga varðandi ákvörðunina. Heiða Björg, sem er í framboði í 2.sæti listans, vísar því hins vegar alfarið á bug í umræðunum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar