fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Ragnhildur Alda tekur slaginn við Hildi Björns um oddvitasætið

Eyjan
Laugardaginn 12. febrúar 2022 10:39

Ragnhildur Alda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragn­hild­ur Alda María Vil­hjálms­dótt­ir, fyrsti vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista sjálf­stæðismanna í borg­inni fyr­ir kosn­ing­ar í vor. Mbl.is greinir frá en þar fer Ragnhildur Alda, sem er menntaður sálfræðingur, ítarlega yfir stefnumál sín.

„Ég vil gefa kost á mér vegna þess að ég vil sjá Reykja­vík­ur­borg vera í fremstu röð þegar kem­ur að hús­næðis- og sam­göngu­mál­um, leik­skóla- og grunn­skóla­mál­um og þjón­ustu við íbúa al­mennt. Ég vil vera val­kost­ur fyr­ir sjálf­stæðis­menn og tel mig eiga góða mögu­leika,“ seg­ir Ragn­hild­ur Alda, sem segist hafa fengið fjölmargar hvatningar um að bjóða sig fram.

Framboð hennar þýðir að Sjálfstæðismenn fá oddvitaslag í komandi prófkjöri en lengi vel leit út fyrir að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, myndi ein gefa kost á sér í oddvitasætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“