Þann 1. mars næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í óhugnanlegu líkamsárásarmáli.
Maður sem er á 34. aldursári er sakaður umað hafa ráðist á 54 ára gamlan mann með exi. DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Árásin átti sér stað á heimili meints þolanda, í Rjúpufelli í Breiðholtinu í Reykjavík, fimmtudaginn 25. júní árið 2020. Hinn ákærði er sagður hafa slegið hann í höfuðið með exi með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á höfði.
Þess er krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Mennirnir eru báðir erlendir.
Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu þann 1. mars næstkomandi og má búast við að dómur falli síðar í marsmánuði.