fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Óhugnanleg árás í Rjúpufelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 21:50

Frá Rjúpufelli. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. mars næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í óhugnanlegu líkamsárásarmáli.

Maður sem er á 34. aldursári er sakaður umað hafa ráðist á 54 ára gamlan mann með exi. DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Árásin átti sér stað á heimili meints þolanda, í Rjúpufelli í Breiðholtinu í Reykjavík, fimmtudaginn 25. júní árið 2020. Hinn ákærði er sagður hafa slegið hann í höfuðið með exi með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á höfði.

Þess er krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Mennirnir eru báðir erlendir.

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu þann 1. mars næstkomandi og má búast við að dómur falli síðar í marsmánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin