fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sameinast undir merkjum Malbikstöðvarinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. febrúar 2022 13:58

Vilhjálmur Þór Matthíasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagverk verktakar, Malbik og völtun og Malbikstöðin, hafa sameinast undir merkjum síðastnefnda fyrirtækisins en þau eru öll í eigu sama aðila, Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er liður í uppbyggingu og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum en hið sameinaða fyrirtæki, Malbikstöðin, framleiðir hágæða malbik og er leiðandi í umhverfisvænni framleiðslu þess hér á landi.

„Eftir sameininguna erum við samkeppnishæfari, en hún gerir okkur kleift að vinna sem ein heild með ákveðið markmið að leiðarljósi, sem er að halda áfram að vanda til verka við framleiðslu og lagningu á malbiki. Það er landsmönnum til heilla og nú getum við gert enn betur þegar kemur til dæmis að því að auka öryggi á vegum landsins,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi Malbikstöðvarinnar.

Höfuðstöðvar Malbikstöðvarinnar eru að Esjumelum í Reykjavík og hefur mikil uppbygging átt sér stað hjá fyrirtækinu síðastliðna áratugi. Árið 2020 opnaði fyrirtækið þar verksmiðju sem er sú fullkomnasta á landinu þegar kemur að umhverfisvernd og grænni hugsun. Verksmiðjan býr yfir þeirri tækni að geta keyrt brennara sem hitar og þurrkar steinefnin og er á meðan keyrð á metani við malbiksframleiðsluna.

„Allur okkar tækjabúnaður er fyrsta flokks og það á við allt frá undirbúningi við framleiðsluna til lagningar malbiksins. Við getum framleitt allt að 60% af malbikinu með endurunnu efni og þannig er kolefnissporið lágmarkað til muna. Reynslumikið starfsfólk leggur mikla áherslu á að öllum gæðastuðlum sé fylgt og að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við starfsemina,“ segir Vilhjálmur ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin