fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Stoltur af Ólympíusilfrinu en ósáttur við þá málmtegund í pólitíkinni

Eyjan
Föstudaginn 11. febrúar 2022 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í erfiða helgi hjá uppstillinganefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Orðsins mun nefndin koma saman um helgina og leggja drög að lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar og er að mörgu að hyggja.

Aðalhausverkurinn felst í því hverjum verði treyst til þess að sitja í oddvitasætinu en tveir spennandi valkostir standa til boða.

Eins og Orðið greindi frá í gær (nánast síðast allra miðla sem er óvenjulegt og í raun bara mjög erfitt að horfast í augu við) þá hyggst sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson, sem ráðgerir flutning til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni, gefa kost á sér í oddvitasæti listans.

Óhætt er að fullyrða að Einar er afar frambærilegur frambjóðandi og í raun og veru hvalreki fyrir Framsóknarflokkinn ekki síst vegna þess að í því felst náttúruvæn endurvinnsla, frá tímum oddvitans Einar Skúlasonar, sem höfðar mjög til kjósenda eins og spéfuglinn og frambjóðandinn Stefán Pálsson benti á.

Frambjóðandahvalreki eru fátíð hlunnindi, sérstaklega í Framsóknarflokknum, og því réðu menn þar á bæ sér ekki fyrir kæti þegar framboð Einars bættist við óvænt framboð landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem gaf kost á sér í 1-2.sæti listans.

Lausnin lá í raun í augum uppi að mati Framsóknarmanna – Einar færi í gullslegið oddvitasætið en Björgvin Páll myndi stilla upp Framsóknarsilfri við hlið silfurmedalíunnar frá Peking 2008 og hálftómri dollu af Silver hárgeli.

Þar vanmátu Framsóknarmenn hinsvegar keppnisskap og metnað Björgvins Páls sem samkvæmt heimildum Orðsins er ekki vitund ögn spenntur fyrir að þeirri hugmynd að sætta sig við 2.sætið baráttulaust. Í hans augum er Einar bara í sama flokki og Karabatic og Björgvin er vanur því að reyna að vera fyrir slíkum mönnum og víkur hvergi sama hverju er að honum grýtt.  Þá hafa Reykvíkingar jú oftar fagnað afrekum hans á skjánum en afrekum Einars á sama skjá.

Formaður uppstillingarnefndarinnar er Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og fyrrum frambjóðandi, og hann er eflaust með nagandi kvíða fyrir helginni.

Lárus Sigurður Lárusson sér fram á erfiða helgi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“