fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sjö mál vegna séra Gunnars til rannsóknar – Kórinn lagði niður störf vegna framkomu hans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. febrúar 2022 08:00

Séra Gunnar Sigurjónsson fær ekki að snúa aftur til starfa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári lagði kór Hjallakirkju niður störf eftir 34 ára starfsemi. Ástæðan var framkoma séra Gunnar Sigurjónssonar, sóknarprests, í garð Láru Bryndísar Eggertsdóttur, kórstjóra og organista, eftir að hún skýrði frá samstarfsörðugleikum á minni sín og séra Gunnars.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Lára hafi farið í veikindaleyfi vegna málsins á fyrir hluta ársins 2021 og hafi síðan sagt upp störfum í apríl. Hún sendi málið til teymis Þjóðkirkjunnar sem rannsakar það nú.

Fyrr í vikunni skýrði Stundin frá því að séra Gunnar hefði verið sendur í leyfi í desember eftir að sex konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að mál Láru sé ekki meðal þeirra sex sem Stundin skýrði frá og því eru að minnsta kosti sjö mál vegna séra Gunnars til rannsóknar hjá sérstöku teymi Þjóðkirkjunnar.

Fréttablaðið hefur eftir stjórnarmeðlimi í Kór Hjallakirkju að kórfélögum hafi blöskrað framkoman við Láru eftir að hún skýrði frá samstarfsörðugleikunum og segir hann að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún hefði þurft frá öðrum prestum í prestakallinu. Sóknarnefndin hafi stutt vel við bakið á henni en það hafi ekki dugað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin