„Með því að vinna þetta skipulega held ég að við höfum komið í veg fyrir að hætta skapaðist. Það er öllum létt, þetta er langt umfram það sem við gerðum okkur vonir um í síðustu viku að gæti gerst. Þetta er stórkostlegur árangur í mjög vondri stöðu,“ hefur Fréttablaðið eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni, um aðgerðirnar en hann stýrði þeim.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði að mikill undirbúningur hafi legið að baki aðgerðum gærdagsins. Mikilvægt sé að vanda undirbúninginn eins og hægt er og hafi nánast hver mínúta kafaranna verið skipulögð.