fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Einar fram fyrir Framsókn í Reykjavík – Gæti gjörbreytt landslaginu í borgarstjórn

Eyjan
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 17:43

Í síðustu frétt um Einar var hann ranglega kallaður Einar Ósk. Það leiðréttist hér með.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyðimerkurganga Framsóknarflokksins í borgarstjórn gæti senn verið á enda. Öruggar heimildir Orðsins herma að sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson muni bjóða sig fram sem oddviti Framsóknarflokksins fyrir komandi kosningar. Þetta herma einnig temmilega traustar heimildir Innherja en lesendur eru beðnir um að hunsa þá staðreynd að þrjótarnir á Suðurlandsbrautinni voru á undan með tíðindin. Svo öllu sé þó haldið til haga komst orðrómurinn fyrst á kreik í pistli Ólafs Arnarsonar á Hringbraut.

Ljóst er að um hvalreka fyrir Framsóknarflokkinn er að ræða og gæti tilkoma sjónvarpsmannsins góðkunna orðið til þess að flokkurinn geri atlögu að 2-3 borgarfulltrúum í stað þess að berjast fyrir því að koma einum fulltrúa að…..sem hefur ekki einu sinni tekist í undanförnum kosningum.

Tíðindin eiga sér óvenjulegan aðdraganda en um skeið var afar hávær orðrómur um að Einar myndi gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Pólitískur bakgrunnur hans er enda úr ungliðastarfi flokksins er hann til að mynda fyrrum for­maður Týs, fé­lags ungra Sjálf­stæðis­manna í Kópa­vogi.

Flutningurinn kæfði orðróminn

En frétt DV um fasteignaviðskipti Einars og eiginkonu hans, Millu Óskar Magnúsdóttur, varð til þess að orðrómurinn var kæfður. Þau hjónin ákváðu nefnilega að selja hæð sína í Kópavogi og flytja í höfuðborgina, nánar tiltekið í Seljahverfi, korter í kosningar.

Í kjölfarið fór áhugafólk um pólitískt slúður að velta fyrir sér hvort Einar hyggðist þá leggja til atlögu við Hildi Björnsdóttur í slag um oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Sá orðrómur komst þó aldrei almennilega á flug enda átti hið augljósa að blasa við. Allir skynsamir menn fylgja fordæmi maka síns í hvívetna og Einar er í þeim hópi.

Milla Ósk, sem er einnig með bakgrunn úr Sjálfstæðisflokknum, féll fyrir þremur árum í fagurgrænan faðm Framsóknarflokksins þegar hún réð sig sem aðstoðarmann Lilju Alfreðsdóttur í mennta- og menningarmálaráðuneytið. Að loknum kosningum héldu svo hin framsæknu tryggðarbönd og Milla Ósk fór að aðstoða Willum Þór Þórsson í heilbrigðisráðuneytinu.

Máttur koddahjalsins er mikill.

Vænta má að Einar gefi út tilkynningu um framboð sitt á næstu dögum. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn fær byr í seglin við þau tíðindi. Þá er mikil endurnýjun í kortunum hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Allt bendir því til þess að atlagan að falli borgarstjórnarmeirihlutans verði afar spennandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan