fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Annar maður handtekinn vegna skotárásarinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 16:40

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu að tveir menn séu núna í haldi vegna skotárásarinnar í Grafarholti í nótt. Annar mannanna er Hrannar Fossberg Viðarsson en hann er grunaður um að hafa skotið á par í Grafarholti í nótt.

Hrannar var handtekinn í morgun en hinn maðurinn var handtekinn eftir hádegi. Er sá maður á þrítugsaldri. Lagt var hald á ökutæki og skotvopn vegna rannsóknar málsins en tilkynningin er eftirfarandi:

„Tveir karlar eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram, en hinn var handtekinn í umdæminu eftir hádegi. Mennirnir eru á þrítugsaldri. Þá hefur verið lagt hald á ökutæki og skotvopn, sem lögreglan telur að hafi verið notað við verknaðinn. Lögreglan var með mikinn viðbúnað eftir að tilkynning um skotárásina barst í nótt enda málið mjög alvarlegt. Embættið hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðir vegna þess.

 Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, en fréttatilkynning verður aftur send fjölmiðlum eftir því sem rannsókn málsins vindur fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“