fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Brynjar ekki hrifinn af kröfunni um að þolendur verði málsaðilar – „Þetta er ekki bara einhver geðvonska í mér, þetta er byggt á þeim sem til þekkja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 20:10

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindasamtök og aðgerðahópar hafa undanfarið sett mjög á oddinn kröfu um að þolendur ofbeldis verði ekki lengur vitni í eigum kærumálum heldur málsaðilar. Þær raddir eru háværar sem segja að fráleitt sé að líta á ofbeldisþola sjálfa sem vettvang glæps.

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, ræddi þessi mál í Hlaðvarpi Þjóðmála og margt fleira.

Vikið var að því að skipan Jóns í embætti dómsmálaráðherra og síðan ráðning Brynjars í starf aðstoðarmanns hans hafi vakið mikla reiði í samfélaginu þar sem þeir séu álitnir vera talsmenn gamaldags og andfeminískra viðhorfa. Brynjar benti á að margt gott sé að gerast í málefnum brotaþola kynferðisofbeldis á þessum fyrstu mánuðum Jóns í embætti og í smíðum sé frumvarp sem stuðli að því að flýta málsmeðferð.

Brynjar telur hins vegar að bein aðild brotaþola að ofbeldismálum muni skaða réttarstöðu þeirra en ekki bæta. „Um leið og þú ert orðinn aðili máls er hætta á að framburður þinni hafi minna sönnunargildi. Þá ert þú orðinn hluti af málinu í stað þess að ríkisvaldið sjái um að afla upplýsinganna, afla sönnunargagnanna þá ert þú farinn sjálfur að garfa í þessu. Þá er það bara þannig að aðilaskýrslur hafa alltaf minna sönnunargildi en vitnaskýrslur, það eru allt aðrar skyldur sem vitni hefur,“ segir Brynjar í viðtalinu.

Brynjar segir að þessi mál séu borin undir færustu sérfræðinga til athugunar. „Þetta er ekki bara einhver geðvonska í mér, þetta er byggt á þeim sem til þekkja.“ – Segir hann að margar hugmyndir frá baráttuhópum verði skoðaðar við smíði nýs frumvarps um kynferðisbrotamál, en „við verðum að stíga varlega til jarðar í þessu.“

Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“