fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Rússneskum netárásum fjölgaði mikið á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 14:30

Rússneskir tölvuþrjótar eru til alls vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fjölgaði „vönduðum og áhrifamiklum netárásum“ frá Rússlandi og öðrum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Þetta segir í sameiginlegri úttekt yfirvalda í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Meðal helstu skotmarka í Bretlandi á síðasta ári voru háskólar og skólar en fyrirtæki, góðgerðasamtök, lögfræðistofur, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld voru einnig vinsæl skotmörk.  Árásirnar snúast um að komast inn í tölvukerfin, loka fyrir aðgang að gögnum og krefjast „lausnargjalds“.

Stór hluti tölvuþrjóta er frá Rússlandi eða rússneskumælandi. Vesturlönd hafa lengi sakað rússnesk yfirvöld um að loka augunum fyrir þessu vandamáli.

Í úttektinni kemur ekki fram hversu margar tölvuárásir voru gerðar á síðasta ári en breska njósnastofnunin GCHQ sagði á síðasta ári að þær hefðu tvöfaldast. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn