fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Fengu 17 milljónir í lokunarstyrk og greiddu 12 milljónir út í arð – „Þökk sé ríkissjóði fyrir hönd skattgreiðenda“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 19:03

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, hefur um árabil talað fyrir því að spilakössum verði lokað í stað þess að rekstraraðilar kassanna séu að græða á veikum spilafíklum.

Hann birtir í dag grein á heimasíðu sinni sem ber heitið „RUV og spilavíti: Undarlegar mótsagnir eða…?“ Þar gerir hann að umtalsefni að ríkisstjórnin vilji taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en á sama tíma séu ríkisstjórnarflokkarnir sammála um að halda áfram að reka spilakassa „… og láta fólk haldið spilafíkn fjármagna byggingar og tækjakaup Háskóla Íslands. Ekkert tal um að klippa á spilavítistekjur og koma þess í stað með stuðning úr ríkissjóði.“

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Þá bendir Ögmundur á að tugmilljónir hafi verið greiddar, úr ríkissjóði til þeirra sem reka spilakassana, í svokallaða lokunarstyrki vegna þeirra tímabila sem spilasalir urðu að vera lokaðir vegna kórónuveirufaraldursins.

„Þannig fékk fyrirtækið sem rekur spilavíti (Casínós) Háskóla Íslands 17 milljónir, 121 þúsund 270 krónur í „lokunarstyrk“ á árinu 2020 sem var eins gott, annars hefði verið erfitt að greiða eigendum fyrirtækisins 12 milljónir í arð á því ári. En það tókst, þökk sé ríkissjóði fyrir hönd skattgreiðenda,“ skrifar Ögmundur og spyr hvort þetta séu mótsagnir eða málið ekki hugsað til enda, og vonar að hér sé um það síðara að ræða. Það er Háspenna ehf. sem rekur spilavélar Happadrættis Háskóla Íslands.

Grein Ögmundar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum