Þann 2. febrúar lést Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson af slysförum. Hann var nítján ára gamall, nemandi við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal þar sem hann varð fyrir bíl.
Í tilkynningu á vef skólans segir: „Nemendur, starfsfólk og vinir Kidda ætla að minnast hans í matsal skólans klukkan 14:00, föstudaginn 11. febrúar.
Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða minningarathöfnina og boðið verður upp á kaffiveitingar á eftir.“
Haraldur Bóasson, íbúi á Laugum, sagði í samtali við Fréttablaðið daginn eftir slysið að fregnir af banaslysinu hafa haft mikil áhrif á samfélagið í Reykjadal. „Þetta var ákaflega hæglátur og góður strákur sem allir dáðu og dýrkuðu, þannig að þetta er mikið áfall fyrir alla,“ segir Haraldur.