fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Viðar svarar fyrir sig og segir frétt Vísis um sig vera ranga – „Grípa til leka í fjölmiðla til að bera út róg um okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 14:30

Viðar Þorsteinsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn eina ferðina gerist það að andstæðingar mínir og Sólveigar Önnu Jónsdóttur grípa til leka í fjölmiðla til að bera út róg um okkur. Barátta fyrrverandi og núverandi starfsmanna á skrifstofu Eflingar til að hafa áhrif á yfirstandandi kosningar félaga í Eflingu er fordæmalaus,“ segir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, í pistli sem hann birti á Facebooks-síðu sinni í gærkvöld.

Viðar lét af störfum er Sólveig Anna sagði sig frá formennsku með hvelli í nóvember síðastliðnum. Í niðurstöðu úttektar sálfræðistofunnar Líf og sál á starfsháttum á skrifstofu Eflingar á valdatíma Sólveigar Önnur og Viðars er hann sakaður um áreitni og eineltistilburði. Viðar segir frétt Vísis um málið vera villandi þar sem þar séu birtar umsagnir um hann sem rími engan veginn við ofstækisfullt orðalag í skýrslu sálfræðistofunnar auk þess sem fullyrðingar um að ekki hafi verið brugðist eðlilega við ásökunum á hans hendur séu vafasamar. Viðar fer svona yfir málið í pistli sínum:

„Nú eru birtir textar á Visir.is sem eru sagðir vera “kvartanir” frá starfsfólki um að ég hafi komið illa fram við það. Jafnframt er Sólveig Anna sökuð um að hafa sagt ósatt um meðhöndlun hennar á meintum kvörtunum. Eins og með fleiri innri rekstrargögn af mínum fyrri vinnustað sem hafa ratað í fjölmiðla á síðustu dögum er þeim lekið nafnlaust og án þess að ég hafi fengið tækifæri til að kynna mér það sem haldið er fram.

Sannleikur málsins er sá að Sólveig Anna miðlaði til mín inntaki úr almennum nafnlausum ábendingum vorið 2021 sem henni höfðu borist með milligöngu mannauðsstjóra. Þessar kvartanir voru þó ekki afhentar Sólveigu á skriflegu formi. Engri ósk var komið á framfæri um að setja þær í neitt formlegt ferli, enda var ekki hægt að sjá hvað í þeim hefði átt að gefa tilefni til slíks. Þrátt fyrir þetta miðlaði Sólveig Anna þessum ábendingum til mín af fullri alvöru. Ég tók þeim vel, tók þær alvarlega og nýtti mér þær til að bæta mig í starfi líkt og ég hef áður gert við aðra endurgjöf sem ég hef móttekið í ýmsum störfum mínum í gegnum árin.

Það er rangt sem segir í frétt Visir.is að efni þessara meintu kvartana “rími” við niður­stöður vinnu­staða­greiningar Lífs og sálar, sem send var til fjölmiðla fyrir helgi, án þess að ég hefði fengið að sjá hana hvað þá leggja til mála. Þessar kvartanir styðja einmitt ekki það ofstækisfulla orðalag sem notað er um mig í niðurstöðum úttektarinnar. Niðurstöður úttektar Lífs og sálar sem kynningarstjóri Eflingar – stéttarfélags sendi á alla fjölmiðla landsins sl. fimmtudag gengu út að bera mig mjög þungum sökum, meðal annars um áreitni, ofbeldi og einelti. Sumar af þeim ásökunum eru saknæmt athæfi. Slíkar ásakanir koma hins vegar hvergi fyrir í tilvitnunum í frétt Vísis.is úr meintum kvörtunum. Þar koma fram ekki fram lýsingar á neinum atvikum eða háttsemi sem kallar á notkun slíkra orða.“

Viðar segir síðan að í stað þess að kvartanirnar hafi verið senda beint til mannauðsstjóra hafi óánægður stjórnandi, sem hafði horn í síðu hans, gengið á milli fólks til að safna saman ásökunum og koma þeim í hendur mannauðsstjóra. Segist hann aðeins hafa fengið eina formlega kvörtun vegna framkomu hans í starfi.

Viðar segir að mikið sé gert með þá staðreynd að hópur óánægðra fyrrverandi og núverandi starfsmanna Eflingar séu konur. Konur séu hins vegar í meirihluta starfsmanna á skrifstofu Eflingar og kyn hafi ekkert haft að gera með hvernig tekið hafi verið á málum þessara starfsmanna.

„Ég er stoltur af þætti mínum í sögulegri baráttu Eflingar fyrir láglaunafólk og af því að hafa fengið að starfa undir öflugasta núlifandi kvenleiðtoga landsins,“ segir Viðar í lok greinar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar