fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Uppskrift að prjónahúfu frá Petit Knitting

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 1. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjónaskapnum.

„Þótt það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka,“ segir Sjöfn og brosir.

Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017.

„Ég hafði afkastað gríðarlega miklu í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu.“

Flíkurnar vöktu mikla athygli, en þær hannaði Sjöfn allar sjálf.

„Því var fleygt á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. Netverslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu.“

Prjónauppskriftir Sjafnar hafa vakið mikla lukku og á haustmánuðum 2017 hóf hún að þýða uppskriftirnar yfir á dönsku í samstarfi við Ólöfu Ingu Stefánsdóttur.

„Samstarfið gekk vonum framar og í dag aðstoðar hún okkur við rekstur dönsku netverslunarinnar sem við settum upp.“

Hægt er að fylgjast með Petit Knitting á eftirfarandi samfélagsmiðlum:

Facebook: Petit Knitting
Instagram: petitknitting_iceland

Ágætis byrjun:

Uppskrift að húfu og peysu (Uppskriftina að peysunni má finna á heimasíðunni www.petitknitting.is)

Byrjaðu á að gera prjónfestuprufu

Prjónfestan í þessari peysu er sú að 23 lykkjur á prjóna nr. 4.5 gera 10 sm. Þá gera:

46 lykkjur 20 sm
69 lykkjur 30 sm
92 lykkjur 40 sm
115 lykkjur 50 sm
138 lykkjur 60 sm

Hvað gera 23 lykkjur marga sm hjá þér? Ef þær gera 10 sm þá ertu með sömu prjónfestu og ég. Ef þær gera færri sm þá prjónarðu fastar en ég og þarft þá að hafa fleiri lykkjur til að fá rétta stærð. Ef það gera fleiri sm þá prjónarðu lausar en ég og þarft þá að hafa færri lykkjur til að fá rétta stærð.

Húfan er prjónuð neðan frá og upp og í hring. Fitjið upp 66, 72, 78, 86, 90, 96 lykkjur á 40 sm hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið stroff (1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðin til skiptis) alls 3, 3, 4, 4, 5, 5 sm. Prjónið eina umferð slétt og aukið út um 10, 12, 10, 10, 10, 12 lykkjur jafnt og þétt yfir umferðina. Þá eruð þið með 76, 84, 88, 96, 100, 108 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú þar til húfan, með stroffinu, mælist 8, 9, 10, 12, 14, 17 sm. Byrjið á úrtöku.

Úrtaka:

Áður en úrtaka hefst þarf að merkja þá staði, þar sem á að taka úr, með prjónamerkjum. Prjónið þess vegna eina umf. slétta svona:

Prjónið 9, 10, 10, 11, 12, 13 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26  lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 18, 20, 21, 23, 24, 26 lykkjur, setjið prjónamerki, prjónið 1 lykkju, setjið prjónamerki. Prjónið svo 9, 10, 11, 12, 12, 13 lykkjur. Nú eru þið komin hring og búin að merkja þá fjóra staði þar sem tekið er úr (alls 8 lykkjur í hverri úrtökuumferð). Ein lykkja er á milli allra prjónamerkja en sitt hvoru megin við hana er tekið úr í annarri hverri umferð (Prjóna 2 lykkjur saman með því að prjóna aftan í lykkjurnar, prjóna lykkjuna sem er á milli prjónamerkja, prjóna aftur 2 lykkjur saman með því að prjóna framan í lykkjurnar). Haldið svona áfram þar til 12 lykkjur eru eftir á prjóninum. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Eyru og bönd:

Gert er ráð fyrir að setja eyru og bönd á húfustærðir 0–4 ára. Mælið ca. 2–3 sm frá miðju að aftan (þar sem samskeytin eru). Takið upp 15, 17, 19, 21 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið upp lykkjurnar með sléttu prjóni frá réttu.

Prjónið svo þrjár umferðir fram og til baka með sléttu prjóni (slétt á réttu en brugðið á röngu) en prjónið tvær fyrstu lykkjurnar og tvær síðustu lykkjurnar alltaf slétt, bæði á réttu og röngu. Þá myndast fallegur kantur á eyrnahlífunum. Framhaldið er prjónað svona:

Prjónið tvær sléttar lykkjur, prjónið tvær lykkjur saman. Prjónið þar til eru fjórar lykkjur eftir, prjónið tvær lykkjur saman, prjónið 2 lykkjur slétt. Snúið við og prjónið brugðið til baka nema tvær kantlykkjur sína hvoru megin, þær prjónið þið sléttar.

Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum. Prjónið þessar þrjár lykkjur með snúru þar til bandið (með eyrnahlíf) mælist 20–25 sm (eftir smekk). Klippið frá og gerið eins hinum megin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland

Vonast til að fréttirnar af Guardiola og 17,5 milljarður sannfæri Haaland
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.