Borghildur Sigurðardóttir, núverandi varaformaður KSÍ ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn sambandsins á komandi ársþingi KSÍ sem fer fram þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta staðfestir Borghildur við 433.is.
Á dögunum var fjallað um talsverður flótti væri úr höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands nú þegar kosið verður um formann og stjórn KSÍ á næsta ársþingi. Þá hafði Borghildur ekki gert upp hug sinn en þeir Valgeir Sigurðsson, Þóroddur Hjaltalín, Ingi Sigurðsson og Orri Hlöðversson gætu allir verið á leið úr sambandinu.
Flótti úr Laugardalnum – Lykilfólk í stjórn að hætta og Þorvaldur sagði upp
Fyrir liggur að kjósa þarf formann auk átta einstaklinga í stjórn á komandi ársþingi sambandsins sem fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.