fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Erlendir miðlar fjalla um áhrifavaldinn sem lést í harmleiknum á Þingvöllum – Aðdáendur harmi slegnir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra sem létust í flugslysinu í Þingvallavatni á fimmtudaginn var Josh Neuman, amerískur hjólabrettakappi og áhrifavaldur. Hann var staddur hér á landi til að taka upp auglýsingu fyrir belgíska tískumerkið Suspicious Antwerp ásamt Tim Alings, starfsmanni tískumerkisins, og belgíska áhrifavaldinum Nicola Bellavia, sem einnig létust í slysinu ásamt flugmanninum, hinum íslenska Haraldi Diego.

Josh Neuman var þekktur áhrifavaldur og hafa margir erlendir miðlar fjallað um slysið undanfarin sólarhring. Þar á meðal CNNIndependentSky newsGuardian, Le Monde og The Washington Post.

Josh var með ríflega 100 þúsund fylgjendur á Instagram og 1,2 milljón fylgjendur á YouTube. Hann var þekktur fyrir hjólabretta myndbönd og sérstaklega fyrir að vera ofurhugi sem fátt hræddi.  Eitt myndband sem hann deildi árið 2020 er komið með yfir 106 milljónir áhorfa á YouTube.

Erlendir miðlar hafa það eftir talsmanni Suspicious Antwerp að tilgangur flugferðarinnar hafi verið að ná myndefni af landslagi Íslands fyrir auglýsingu. „Allir um borð höfðu ástríðu fyrir ferðalögum og fyrir að skapa efni fyrir netið, þess vegna voru þessir þættir þema á ferðalagi þeirra.“

Ein manneskja getur skipt máli

Fjölskylda Josh hefur nú birt yfirlýsingu á Instagram-síðu hans þar sem þau þakka fylgjendum hans fyrir stuðninginn.

Josh trúði því og vissi að ein manneskja getur skipt máli í heiminum. Og hann gerði það. Á hans 22 árum á þessari jörð þá ekki bara lifði hann lífinu heldur var hann fullur af lífi. Hann lifði hvern dag eins og hann væri hans seinasti og kom vel fram við alla. Á meðan heimurinn fellir tár þá skulum við muna að hann dó við að gera það sem hann elskaði, hann hafði nýlega upplifað norðurljósin á Íslandi í fyrsta sinn og sagði: „Þetta er besti dagur lífs míns“.“

Vildi alltaf gera betur

Fjölskyldan segir að Josh hafi verið þeirrar trúar að fólk geti orðið betri útgáfur af sjálfum sér. Honum var tíðrætt um að láta drauma sína rætast og að fólk ætti ekki að una því að vera sett í hina hefðbundnu kassa daglega lífsins.

Josh trúði því að hann gæti gefið meira til heimsins en hann fékk til baka. Síðan hann var smástrákur þá tók hann alltaf meirihlutann af hverjum Bandaríkjadollara sem hann vann sér inn og gaf til góðgerða. Hann gaf ekki til eins heldur tuga góðgerðafélaga. Hann kynnti sér málefni sem stóðu honum nærri, hvort sem það var heimilisleysi, aðgangur að drykkjarvatni, dýravernd eða umhverfisvernd og reyndi að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum til þeirra mála. Samt vildi hann alltaf standa sig betur.“

Fimm lífsreglur

Fjölskyldan deildi lika fimm grunngildum sem Josh lifði eftir.

  1. „Gerðu eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir.“
  2. „Tölur munu aldrei færa þér hamingju.“
  3. „Ef þér mistekst aldrei ertu ekki að leggja þig nægilega fram“
  4. „Ef þú ert að gera eitthvað sem þú elskar, þá skaltu ekki kippa þér upp við hvað öðrum finnst. Setning sem breytti mínu hugarfari var: „Vertu þú sjálfur og segðu hvað þér finnst, því þeim sem er ekki sama – skipta ekki máli og þeim sem skipta máli er sama. – Bernard M. Baruch.“
  5. „Lífið hefst þegar þú stígur út fyrir þægindarammann“

Fjölskyldan segist ætla að heiðra minningu hans og koma á fót sjóð sem gefi til góðgerðamála til að láta draum Josh, um að láta gott af sér leiða, verða að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“