fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Annaðhvort Kári Stefánsson eða Björn Ingi Hrafnsson hefur haft samband við Eddu Falak vegna tilkynningar hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 13:00

Edda Falak - Skjáskot úr Fréttavaktinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstýran Edda Falak sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 í morgun að auglýsing hennar eftir reynslusögum kvenna um ónefndan vændiskaupanda, sem hún birti í opnum Facebookhópi, hafi ekki falið í sér áform um viðtal í hlaðvarpi hennar. Hún segir að kona hafi leitað til hennar með reynslusögu sína og sagt henni að fleiri konur hefðu reynslu af kynnum við sama mann. Edda segir að hún hafi ekki verið að auglýsa eftir fólki í viðtal með  þessari tilkynningu né gefa fyrirheit um birtingu viðtals við þessa konu en hún skilji eftir á að fólk hafi talið svo vera.

Edda hefur fengið á sig harða gagnrýni í kjölfar þess að sterkur orðrómur vaknaði um að maðurinn sem hún hefði í huga væri Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Orðrómurinn varð að deiluefni innan stjórnar SÁÁ sem leiddi til þess að bæði Kári og samstarfskona hana, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sögðu sig úr stjórninni og Þóra hætti við formannsframboð á síðustu stundu.

Edda hefur meðal annars fengið ofbeldis- og líflátshótanir í kjölfar þessarar umfjöllunar. Ekki er á hreinu hvort um er að ræða hótanir í einkaskilaboðum eða kommentakerfum fjölmiðla. Tekið skal fram að við yfirferð ritstjórnar DV hafa ekki fundist slík ummæli í kommentakerfi DV en einnig ber að hafa í huga að oft er erfitt að greina á milli ummæla sem birtast á Facebook og þeirra sem skrifuð eru inn í kommentakerfið.

Eva Hauksdóttir lögmaður hefur hvatt Kára Stefánsson og Björn Inga Hrafnsson til að kæra Eddu fyrir meiðyrði þar sem ljóst er af lýsingu hennar að hún getur aðeins átt við um annan hvorn þeirra. Edda sagði hins vegar á Rás 2 að lýsingin gæti átt við marga fleiri.

Aðspurð hvort Kári eða Björn Ingi hefðu hótað henni meiðyrðamáli sagði hún svo ekki vera. Hún sagði hins vegar að annar þeirra hefði haft samband við sig vegna málsins en vildi ekki upplýsa hvor né hvað þeim hefði farið á milli.

Edda varð spurð hvort hún óttaðist um öryggi sitt vegna hótana sem henni hafa borist sagðist hún reyna að lifa ekki í ótta en dæmi væru um  að fólk sem hefði látið illa á netinu fremdi voðaverk í kjölfarið, t.d. hryðjuverkamenn. Hún hafi því velt því fyrir sér hvort hún þyrfti að fá sér neyðarhnapp.

Aðspurð hvort von væri á viðtali í hlaðvarpi hennar varðandi ónefnda vændiskaupandann sagði Edda: „Ekkert endilega, við sjáum hvernig þetta þróast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“