Þá er það komið á hreint. Kim Kardashian og Pete Davidson eru kærustupar.
Grínistinn og leikarinn Pete Davidson kallaði raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian kærustu sína opinberlega í fyrsta skipti.
Hann var í viðtali hjá People og var að ræða um hvernig hann höndlar lífið í sviðsljósinu.
„Ég er ekki með Instagram, Twitter eða eitthvað af þessu. Þannig meirihluti dagsins míns snýst meira og minna um að fara í bíla og mæta á tökustaði. Ef ég er í fríi þá er ég að hitta vini mína eða slaka á með kærustu minni. Þannig ég geri ekki mikið,“ sagði hann.
Eins og fyrr segir þá er þetta í fyrsta skipti sem annað þeirra staðfestir opinberlega að þau séu kærustupar.
Það eru komnir þrír mánuðir síðan þau stungu fyrst saman nefjum. Það mætti segja að internetið hafi farið á hliðina þegar Kim, 41 árs, og Pete, 28 ára, héldust í hendur í rússíbana í lok október. Í kjölfarið var greint frá því að þau væru aðeins vinir en fljótlega fór sá orðrómur á kreik að þau væru meira en bara vinir. Í lok nóvember birtust myndir af þeim haldast í hendur og síðan þá hafa þau verið mynduð nokkrum sinnum saman.
Þrátt fyrir að vera myndaður í hvert skipti sem hann fer út fyrir hússins dyr þá kippir grínistinn sér ekki upp við það.
„Stundum öskrar einhver eitthvað á mig, eða það er erfitt að fara á Dunkin‘ Donuts. En annars er þetta ágætt, þetta er ekki hræðilegt og gæti verið mikið verra,“ sagði hann við People.