fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Veggjakönguló fannst hér á landi – Ekkert lamb að leika við segir Erling

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 05:49

Veggjaköngulóin sem fannst á Grundartanga. Mynd:Erling Ólafsson/Facebook/Heimur smádýranna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta haust fannst könguló í gámi á Grundartanga. Um var að ræða suðræna tegund sem lifir meðal annars í Miðjarðarhafslöndum en þar er hana einkum að finna í húsum og skemmum. Hún felur sig í glufum í veggjum á daginn. Þetta er veggjakönguló (Selenops radiatus)

Þetta segir í færslu Erling Ólafssonar, náttúrufræðings, á Facebooksíðunni Heimur smádýranna. Hann segir að köngulóin sé flatvaxin og þegar hún skríði úr fylgsni sínu sitji hún hreyfingarlaus þétt við undirlagið með langa útstrekkta leggi sína eins og krans út frá skrokknum.

Segir Erling að hún sé svo snör í snúningum að varla verði auga á fest og sé hún sögð eitt snarpasta dýr sem til er. „Þegar bráð nálgast, sama úr hvað átt, sprettur hún upp úr stellingu sinni snarsnýst í loftinu og bráðin á ekki sjens!“ segir hann og bætir síðan við: „„Snarpasta í snúningum kvikindi“ sem ég gef nokkurn tímann komist í kynni við. Ekki gerði það myndatöku auðvelda!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden

Telur Trump vera með skárri stefnu í Úkraínustríðinu en Biden
Fréttir
Í gær

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins